Skírnir - 01.04.2009, Síða 193
SKÍRNIR
ÞRETTÁN SPOR í SANDINUM
191
ekki lengur og ægilegar skepnur skríða í átt að Betlehem til þess að
fæðast (Yeats 1978: 210-11).21
Áhrifamáttur pönksálmsins felst ekki síst í því að óljóst er
hvað konan ætlar sér með særingunni. Er sálmurinn fagnaðaróp
nýfrjálsrar konu eða býr í honum dulin þrá eftir því sem var, eftir
tímanum þegar heimurinn stóð í logum?
Ef seinni túlkunin verður fyrir valinu er konan í sporum hins
misheppnaða syrgjanda Orfeifs, því henni tekst ekki að skipta á
sorg sinni og nærandi tákni um glataða ást, tákni sem gerir henni
kleift að lifa en minnir hana um leið á missi sinn. Túlki lesandinn
lokalínur Blysfara svo að konan sé að reyna að særa aftur fram
glataðan elskhugann (bókstaflega vekja hann til lífs á nýjan leik),
staðfesta þær jafnframt að engu sé lokið. Konan hlýtur þá hvorki
frið né ró í hjarta, heldur er föst innan þrettán spora sjálfskapar-
vítisins sem er umfjöllunarefni ljóðsins. Lokalínurnar fjalla þá um
endurkomu hins bælda, rétt eins og góðar hrollvekjur gera.
Einnig má túlka lokalínurnar þvert á slíkan lestur, sem tilraun
til þess að varpa elskhuganum yfir í annað og viðráðanlegra form,
gera hann að tákni í bók. Konan játar þá vanmátt sinn, skráir og
21 Þó að líklega sé það tilgangslítil iðja að velta fyrir sér táknrænni merkingu
tölunnar 22 x lokalínum bókarinnar má varpa fram nokkrum tilgátum. í talna-
speki (numerology), en ég þýði hugtakið svo til að greina það frá talnafræði,
hefur talan 22 ýmiss konar merkingu. Finna má 22 kafla í Opinberun Jóhann-
esar, en þangað sækja heimsslitaljóð á borð við kvæði Yeats merkingu sína.
Lokakafla Opinberunarbókarinnar lýkur á bæninni um endurkomu Krists.
Hans bíða andinn og brúðurin sem segja „Kom þú!“ (Opb 22.17), sem minnir
óneitanlega á bæn konunnar í Blysförum sem hrópar „komdu“ (147). Ein-
staklingar undir áhrifum frá tölunni 22 búa einnig á mörkum tveggja heima,
venjulega veruleikans og heims fantasíu, en slíkt ástand minnir um margt á
tilvist parsins í Blysförum eins og komið hefur fram.
Talan þarf þó ekki að vera hlaðin fornhelgri merkingu. Hana má skoða £
frásagnarsamhengi ljóðsins, á svipaðan hátt og töluna 13, sem frábrigði frá
happatölunum 12 og 21. í spilavítissenu ljóðsins er konan „alltaf sannfærð um
töluna sautján" (96) í „tuttugu og einum“ (blackjack), en elskhuginn „hækkar
um fimm“ í 22, sem er einum meira en talan þar sem allt gengur upp og draum-
arnir rætast. Þó að elskhuginn sé líklega að veðja á töluna 22 á mahóníhjóli
amerískrar rúllettu (96), gefur setningaskipan ljóðsins til kynna að þau séu enn
að spila „tuttugu og einn“ og ef svo er tapa þau í hvert sinn sem þau leggja eitt-
hvað undir. Tölurnar 17 og 22 eru síðan endurteknar í pönksálmi konunnar í
lokin (147).