Skírnir - 01.04.2009, Blaðsíða 196
ÚLFAR BRAGASON
Flugumýrarbrenna
/ skrifstofu Sturlu Þórðarsonar
Þar sem miðstöð lífsins er heimili höfðingjans og þar sem bestu menn og
konur samfélagsins koma saman í veislum hans, hvar mannjöfnuður, frá-
sagnir og kvæðaflutningur eru helsta skemmtunin og menningarviðleitn-
in, þá leiðir það óhjákvæmilega af sér bókmenntir sem byggjast á engu
öðru en reynslu og hefð.1
Svo komst breski fræðimaðurinn W.P. Ker að orði, sá fræðimaður
sem einna best hefur skilið list íslenskra fornsagna, í bók sinni
Epic and Romance sem fyrst kom út í Lundúnum 1896. Taldi
hann að Sturlunga, sem er samsteypa veraldlegra samtíðarsagna
frá 13. öld og mun rituð um aldamótin 1300, væri reist á sömu frá-
sagnarhefð og Islendingasögur. En grein þessi fjallar um frásögn
Sturlungu af Flugumýrarbrennu — sem átti sér stað 1253 — frá
textafræðilegu, listrænu og siðfræðilegu sjónarmiði, einkum hvernig
sagnfræði og skáldskap er blandað saman til að hafa áhrif á áheyr-
endurna/lesendurna.2
Það verður aldrei ofbrýnt fyrir lesendum íslenskra fornsagna
að sá texti sem mætir þeim á bók byggist yfirleitt á áralangri rýni
fræðimanna í fornar skræður og er samsetningur þeirra í samræmi
við þá rannsóknahefð sem þeir fylgja, en er ekki höfundarverk að
sama skapi og nú er gert ráð fyrir að sögubækur séu. Þess vegna
verður aldrei komist hjá því að taka afstöðu til uppruna miðalda-
1 W.P. Ker. Epic and Romance: Essays on medieval literature, New York: Dover,
1957, bls. 12 (endurpr. á 2. útg. frá 1908). „Wbere the centre of life is a great
man’s house, and where the most brilliant society is that which is gathered at his
feast, where competitive boasting, story-telling, and minstrelsy are the principle
intellectual amusements, it is inevitable that these should find their way into a
kind of literature which has no foundation except experience and tradition."
2 Grein þessi byggist á fyrirlestri sem fluttur var á Hugvísindaþingi sem fram fór
í Háskóla íslands, 4.-5. apríl 2008.
Skírnir, 183. ár (vor 2009)