Skírnir - 01.04.2009, Page 198
196
ÚLFAR BRAGASON
SKÍRNIR
upphaflega náð lengra en til ársins 1255, jafnvel allt til 1264. Hann
skýrði eyðuna í frásögnina á árunum 1255 til 1258 þannig að Sturla
hefði þekkt Þorgils sögu skarða. Frá 1255 til 1258 hafi Þorgils skarði
átt þátt í öllum helstu atburðum í landinu og því óþarfi að orðlengja
um þá þar sem sagt var frá þeim í sögu hans.6 Allir fræðimenn aðrir
en Björn M. Ólsen hafa þess vegna fallist á að frásögnin um Flugu-
mýrarbrennu sé sótt í Islendinga sögu enda eru ekki aðeins þröng
fílólógísk rök fyrir því heldur einnig bókmenntaleg.7
Islendinga saga er í svokölluðum Sturlunguformála eignuð
Sturlu Þórðarsyni (1214-1284).8 Þar segir:
[E]n þær sögur, er síðan hafa gerzt, váru lítt ritaðar, áðr Sturla skáld
Þórðarson sagði fyrir Islendinga sögur, ok hafði hann þar til vísindi af
fróðum mönnum, þeim er váru á öndverðum dögum hans, en sumt eftir
bréfum þeim, er þeir rituðu, er þeim váru samtíða, er sögurnar eru frá.
Marga hluti mátti hann sjálfr sjá ok heyra, þá er á hans dögum gerðust til
stórtíðinda. Ok treystum vér honum bæði vel til vits ok einurðar at segja
frá, því at hann vissa ek alvitrastan ok hófsamastan. Láti guð honum nú
raun lofi betri. (115)
Þótt þessi formáli (eða greinargerð) ritstjóra samsteypunnar fyrir
verki sínu sé að öllum líkindum að nokkru leyti byggður á for-
málanum fyrir Islendinga sögu er jafnan litið svo á að ritstjórinn
hafi þekkt Sturlu sagnaritara og beri honum persónulega vitni.9
Slíkt lof um heimildarmenn er að vísu vel þekkt ritklif í miðalda-
6 Jón Jóhannesson. „Um Sturlunga sögu“, Sturlunga saga, ritstj. Jón Jóhannesson
o.fh, 2. b. Reykjavík: Sturlunguútgáfan, 1946, bls. xxxiv-xxxviii.
7 Sbr. þó Guðrún Nordal. „To Dream or Not to Dream: A question of method",
The Fantastic in Old Norse / Icelandic Literature: Sagas and the British Isles,
Preprint Papers of the Thirteenth International Saga Conference, Durham and
York, 6th-12th August 2006, ritstj. John McKinnell o.fl., 1. b. Durham: The
Centre for Medieval and Renaissance Studies, 2006, bls. 308-11.
8 Allar tilvitnanir í Sturlunga sögu eru sóttar í útgáfu Jóns Jóhannessonar o.fl. frá
1946.
9 Björn M. Ólsen. Om den saakaldte Sturlunga-prolog og dens formodede vidnes-
byrd om de islandske slægtsagaers alder (Christiania videnskabs-selskabs for-
handlinger 6), Christiania [Oslo]: s.n., 1910; ennfremur Sverrir Tómasson.
Formálar íslenskra sagnaritara á miðöldum: Rannsókn bókmenntahefdar (Rit
Stofnunar Árna Magnússonar á íslandi 33), Reykjavík: Stofnun Árna
Magnússonar, 1988, bls. 384-85.