Skírnir - 01.04.2009, Page 199
SKÍRNIR
FLUGUMÝRARBRENNA
197
ritum og ætlað að efla sannleiksgildi frásagnarinnar.10 Engu síður
hefur lýsing samsteypuritstjórans á þekkingu, viti og einurð
Sturlu eflt trú manna svo á sagnfræði sögu hans að hún er ein
helsta heimild sagnfræðinga um sögu 13. aldar.* 11
Samkvæmt formálanum byggist þekking Sturlu um frásagnar-
efnið einkum á reynslu hans og annarra en að einhverju leyti á
drögum og minnisgreinum frá fyrri tíð.12 Sjálfur átti hann aðild að
sætt þeirri sem leiddi til brúðkaupsins á Flugumýri um veturnæt-
ur 1253 þegar Ingibjörg dóttir hans var gefín Halli, syni Gissurar
Þorvaldssonar. Sjálfur sat hann brúðkaupið en hafði farið á brott
þegar brennumenn gerðu árás á Gissur og syni hans sem endaði
með Flugumýrarbrennu. Pétur Sigurðsson rakti í bók sinni Um
Islendingasögu Sturlu Þórðarsonar hverjir gætu hafa verið heim-
ildarmenn sagnaritarans um brennuna og nefnir m.a. Ingibjörgu
dóttur hans, Gissur, Þorbjörn nef, mág Sturlu, og Pál Kolbeinsson
á Stað í Skagafirði en bróðursonur hans var kvæntur Guðnýju,
dóttur Sturlu.13 Þótt það hafi ekki verið tilgangur Péturs að færa
sönnur á frásögn Islendinga sögu með því að telja til heimildarmenn
er ljóst að upptalning þeirra gerir frásögnina sennilegri rétt eins og
formálsorðin áttu að sýna að frásögn sögunnar væri trúverðug.
A síðustu áratugum hafa menn verið sammála um að Sturla
Þórðarson hafi unnið að Islendinga sögu fram á seinustu æviár
sín.14 Stefán Karlsson færði að vísu rök fyrir því að Sturla hefði
10 Sjá Sverrir Tómasson. Formálar íslenskra sagnaritara á miðöldum, bls. 222-30;
sbr. Chris Given-Wilson. Chronicles: The writing of history in medieval Eng-
land, London: Hambledon, 2004, bls. 6-14.
11 Sjá Helgi Þorláksson. „Sturla Þórðarson, minni og vald“, 2. íslenska
söguþingið, 30. maí- 1. júní 2002, 2. b. Reykjavík: Sagnfræðistofnun Háskóla
Islands o.fl., 2002, bls. 319; ennfremur Gunnar Karlsson. Inngangur að mið-
öldum: Handhók í íslenskri miðaldasögu, 1. b. Reykjavík: Háskólaútgáfan,
2007, bls. 203-05.
12 Jón Jóhannesson. „Um Sturlunga sögu“, bls. xxix-xxx; Guðrún Ása Gríms-
dóttir. „Um sárafar í íslendinga sögu Sturlu Þórðarsonar", Sturlustefna, ritstj.
Guðrún Ása Grímsdóttir og Jónas Kristjánsson (Rit Stofnunar Árna Magnús-
sonar á íslandi 32), Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar, bls. 199-200.
13 Pétur Sigurðsson. Um Islendingasögu Sturlu Þórðarsonar, bls. 108-14.
14 Jón Jóhannesson. „Um Sturlunga sögu“, bls. xxxviii-xxxix; ennfremur Gunnar
Karlsson. Inngangur að miðöldum, bls. 203-05.