Skírnir - 01.04.2009, Síða 201
SKÍRNIR
FLU GUMÝRARBRENNA
199
ar í frásögn heimildarmannanna svo það má segja að frásögnin ráði
heimildunum frekar en hið gagnstæða. Það er í gegnum frásögn-
ina sem maðurinn öðlast skilning á reynslu sinni.20 Skilningur
manna og framsetning á því sem á daga þeirra drífur eru m.ö.o.
bundin umhverfi þeirra og þeim menningarvenjum sem þeir búa
við.21 Samtíðarsögur byggjast þess vegna ekki á raunveruleikanum
sjálfum eða eru beinar eftirmyndir af honum heldur á frásögnum
um og viðhorfum til raunveruleikans. Það er þetta eðli heimild-
anna frekar en veruleikinn sjálfur sem takmarkar hverju sögurnar
segja frá, hvað var talið sögulegt. Samtíðarsögur eru frásagnakerfi
og raunar oft erfitt að henda reiður á staðreyndunum að baki
þeirra.22 Trúverðugleiki þeirra byggist á frásagnarhefðinni sem
þær eru sprottnar úr.23
W.P. Ker gerði sér ljóst að sú reynsla sem veraldlegar sam-
tíðarsögur segja frá lýtur frásagnarhefðinni:
Sturlunga [Islendinga saga] er annað og meira en dagbók eða rakning
staðreyndabrota. Hún er sett saman af höfundi sem skilur og metur
efnivið sinn með því að hann sér hann í ljósi hetjubókmennta. Hann hefur
í huganum frjótt frásagnarform og atburðir sem eru að gerast falla inn í
heildarkerfi sögu hans eins og hann hafi búið þá til.24
20 Sjá Joan Scott. „The Evidence of Experience", endurpr. í Practicing History:
New directions in historical writing after the linguistic turn, ritstj. Gabrielle M.
Spiegel, New York: Routledge, 2005, bls. 200-204.
21 Sjá Gregory Gizelis. „Historical Evidence into Song: The use of cultural per-
spective style“, Folklore (London) 83(1972): 319-20.
22 Sjá Lionel Gossman. Between History and Literature, Cambridge, MA:
Harvard U.P., 1990, bls. 249-50; Hayden White, The Content of the Form:
Narrative discourse and historical representation, Baltimore: Johns Hopkins
U.P., 1987, bls. 20-21; ennfremur Régis Boyer. „Paganism and Literature: The
so-called “pagan survivials” in the samtíðarsögur", Gripla 7(1975): 164-66.
23 Sjá Alun Munslow. Narrative and History, Palgrave: Basingstoke, 2007, bls.
100.
24 Ker. Epic and Romance, bls. 266-67. „Sturlunga is something more than a bare
diary, or a series of pieces of evidence. It has an author, and the author
understands and appreciates the matter in hand, because it is illuminated for
him by the example of the heroic literature. He carries an imaginative narrative
design in his head, and things as they happen fall into the general scheme of his
story as if he had invented them.“