Skírnir - 01.04.2009, Síða 203
SKÍRNIR
FLUGUMÝRARBRENNA
201
mynstri.29 Sú frásögn er fyrra ris sögunnar. Tengdasynir Sturlu litu
einmitt á árásina á Gissur Þorvaldsson á Flugumýri, sem endaði
með brennunni, eins og hefndaraðgerð fyrir drápið á Sturlu
Sighvatssyni. Flugumýrarbrenna er seinna ris sögunnar. Frásagnir
um vígaferli eru í eðli sínu harmsögulegar eða tragískar.30 En í trag-
ískum frásögnum er gjarnan löggengi milli atburðanna, eitt leiðir af
öðru, jafnvel eins og í örlagavef.31 Sturlungar mæta Haukdælum og
Asbirningum á vígvellinum á Orlygsstöðum og Sturla Sighvatsson
fellur í þeim átökum sem hetja þótt deila megi um hversu hetjulega
hann hafi barist. En andstæðingar Gissurar fara að honum með
vopnum á Flugumýri og.^íðan eldi sem ekki er unnt að verjast. Það
var glæpur sem ekki mátti gleymast.
Þótt Gissur hafi síðan hefnt fyrir brennu sona sinna og Gróu
Álfsdóttur, konu sinnar, að nokkru leyti, er Flugumýrarbrenna
slík ósköp í frásögn Islendinga sögu að þau krefjast frekar að frá
þeim sé sagt og þeirra minnst.32 Þannig vitnar frásögnin til Ön-
undarbrennu og Þoi-valdsbrennu sem slæmra fyrirmynda en óbeint
vísar hún til goðsagnarinnar um heimsslit, Ragnarök, ekki síst af
því að undanfarinn hefur minnt á orð Völuspár, eins og Peter Hall-
berg tæpti á: „Brœðr munu berjaz / ok at bönum verða, / munu
systrungar / sifjum spilla, / hart er í heimi, / hórdómr mikill, /
skeggöld, skálmöld, / skildir ro klofnir, / vindöld, vargöld,/ áðr
veröld steypiz, / mun engi maðr / öðrum þyrma.“33 Bandaríski
fræðimaðurinn Hayden White segir:
29 Theodore M. Andersson. The Icelandic Family Saga: An analytic reading
(Harvard Studies in Comparative Literature 28), Cambridge, MA: Harvard
U.P., 1967; Theodore M. Andersson. „Splitting the Saga“, Scandinavian
Studies 47(1975): 441; B.J. Findlay, ritd. um The Icelandic Family Saga eftir
Theodore M. Andersson, MediaevalScandinavia 7(1968): 181; ennfremur Lars
Lönnroth, „The Concept of Genre in Saga Literature", Scandinavian Studies
47(1975): 419-26.
30 Sjá Northrop Frye. Anatomy of Criticism: Four essays, Princeton: Princeton
U.P. 1957, kilja 1971, bls. 209.
31 Sjá Hayden White. Tropics of Discourse: Essays in cultural criticism, Baltimore:
Johns Hopkins, 1978, bls. 70.
32 Sbr. Paul Ricoeur. Time and Narrative, 3. b., Kathleen Blamey og David
Pellauer þýddu, Chicago: University of Chicago Press, 1988, bls. 187-89.
33 Völuspá, ritstj. Sigurður Nordal, Reykjavík: Gutenberg, 1922, bls. 31, 86-87.