Skírnir - 01.04.2009, Page 204
202
ÚLFAR BRAGASON
SKÍRNIR
Goðsögnin færir í frásögn þjóðfélagsógæfu ekki aðeins með því að rekja
hana heldur með því að tengja hana merkingarmiði frásagnarfléttu eða
hefðbundinnar frásagnargerðar sem er notuð til að koma lagi á atburðarás
sem er sett saman úr merkingarbærum heildum og mynda þær byrjun,
miðju og endi. Frásagnarbúningurinn „leikgerir" því margbrotið breyt-
ingarferli með því að setja það fram sem deilur milli aðila sem taka hluti
til bragðs sem annaðhvort eru „við hæfi“ eða eru „óhæfa" undir þeim
kringumstæðum (stað eða stund) sem lýst er. Með þessum hætti má segja
að „frásagnarbúningurinn" „gæði siðalærdómi" atburði sem annars hefði
verið lýst sem tilviljanakenndu samspili áþreifanlegra afla.34
Atök þeirra Sturlu og Gissurar eru einmitt gædd goðsögulegri vídd
með því að Sturla eru kallaður Dala-Freyr í Islendinga sögu af
andstæðingum sínum og Gissuri líkt við Óðin.35 En í innskoti rit-
stjórans í söguna, áður en kemur til átaka þeirra á milli, er Sturlu
einmitt lýst sem ofsamanni og Gissuri sem manni ráðagerða, orð-
snjöllum en ekki hreinskiptnum.36 Þar sem Freyr var Vanaættar má
líta svo á að samlíkingarnar vísi til ófriðarins með Vönum og Ásum
og því enn til Völuspár þar sem fjallað er um þennan ófrið. Ófriður
Sturlungaaldar er því af ásettu ráði mátaður við skilningsgrind nor-
rænna goðsagna, vafalaust til að leggja frekari áherslu á alvarleika
atburðanna og koma óbeint að siðferðilegum boðskap.37
Það er þekkt að Islendingasögur og veraldlegar samtímasögur
eru sagðar af hlutlægum sögumanni sem kveður ekki upp dóma
34 White. „Catastrophe, Communal Memory and Mythic Discourse", bls. 52.
„Myth explicates situations of social disaster by narrativising them. It not only
represents them as displaying the form of the story told about them, but also
attributes to them the meaning-content of the plot or generic story-type used
to organise a congeries of events into a sequence segmented into a semantic
categories of beginning, middle and end. Emplotment thus “dramatises”
complex processes of change by presenting them as conflicts between agents
undertaking projects that are either “proper” or “improper” to the scenes (the
places and moments) of their enactment. It is in this sense that “narrativisa-
tion” can be said to “moralise” what would otherwise have to be construed as
a casual conjuncture of forces merely physical in kind.“
35 Sjá Guðrún Nordal. „Freyr fífldur“, Skírnir 166(1992): 271-94.
36 Pétur Sigurðsson. Um Islendingasögu Sturlu Þórðarsonar, bls. 41-43.
37 Sbr. Haraldur Bessason. „Mythological Overlays", í Sjötíu ritgerðir helgaðar
Jakobi Benediktssyni 20. júlí 1977 (Rit Stofnunar Árna Magnússonar 12), ritstj.
Einar G. Pétursson og Jónas Kristjánsson, Reykjavík: Stofnun Árna Magnús-