Skírnir - 01.04.2009, Page 205
SKÍRNIR
FLU GUMÝRARBRENNA
203
yfir mönnum og málefnum í sögunni. Áheyrendur/lesendur þurfa
því að lesa merkingu frásagnarinnar milli línanna. Þar skiptist á
yfirlit yfir atburðarásina og sviðsetningar. Peter Hallberg taldi að
meðaltal beinnar ræðu í Islendingasögum væri um 30% en í
Sturlungu 11%. I Islendinga sögu taldi hann að hlutfallið væri ein-
ungis 6,5%.38 Hið lága hlutfall beinnar ræðu í frásögn Islendinga
sögu bendir ekki til að sviðsetningar séu mikið notaðar í frásögn-
inni. Þessu er þó öðruvísi farið þegar sögumaður vill leggja áherslu
á ákveðna atburði, þá hægir á frásögninni, sviði er lýst og persón-
urnar ganga inn á það og skiptast á orðum. Þær birtast sem ein-
staklingar sem fá sína eigin rödd í sögunni svipað og í sjónleik. Þá
getur bein ræða orðið milli 20 og 30% textans.39 Sviðsetningum er
einmitt mikið beitt í frásögn Islendinga sögu um Flugu-
mýrarbrennu. Um leið fá persónur sögunnar að segja hug sinn,
frásögnin verður margradda, þar sem sögumaður þarf ekki að
standa að baki skoðunum þeirra þótt hann hafi valið að gera grein
fyrir þeim.
I Islendinga sögu (eins og öðrum samtíðarsögum) eru óvenju-
margir einstaklingar nefndir jafnvel þótt þeir komi lítið við sögu.
Annars er persónunum sjaldan lýst nákvæmlega þegar þær eru
kynntar, eins og oft gerist í Islendingasögum, heldur lýsa þær sér
sjálfar með orðum og æði. Halldór Laxness sagði að höfundar
fornsagna hefðu séð hlutina skáldaaugum og skilið þá listrænt.
Áður en þeir sögðu sögurnar hafi þeir ósjálfrátt búið sér til mynd
í huganum og síðan sagt frá því sem gerðist á myndinni.40 Áður
hafði breski fræðimaðurinn E.V. Gordon komist svo að orði um
mannlýsingar í sögunum:
sonar, 1977,1. b., bls. 273—92; sjá ennfremur Ulfar Bragason, „„Hart er í heimi,
hórdómur mikill“: Lesið í Sturlungu", Skírnir 163{1989): 68-69; sbr. Theodore
M. Andersson. The Growth of the Medieval Icelandic saga (1180-1280),
Ithaca: Cornell U. P. , 2006, bls. 146-48.
38 Peter Hallberg. Stilsignalement och författarskap i norrön sagalitteratur:
Synpunkter och exempel (Nordistica Gothoburgensia 3), Göteborg: s.n., 1968,
bls. 82-83, 214-16.
39 Þorleifur Hauksson og Þórir Óskarsson. íslensk stílfrœði, Reykjavík, Mál og
menning, 1994, bls. 300.
40 Halldór Laxness, „Minnisgreinar um fornsögur", Sjálfsagðir hlutir, 2. útg.
Reykjavík: Helgafell, 1962, bls. 49.