Skírnir - 01.04.2009, Page 206
204
ÚLFAR BRAGASON
SKÍRNIR
íslensku fornsagnahöfundarnir [...] birtu persónuna leikrænt, með því að
draga saman frekar en greina, með því að sýna framferði. [...] grundvöll-
ur matsins á henni er ekki siðferðilegur heldur fagurfræðilegur. I engum
öðrum bókmenntum kemur fram slík tilfinning fyrir fegurð í hegðun
manna; satt að segja virðist höfunda fornsagnanna ekki skipta önnur feg-
urð máli en í framkomu og innræti. Karl- og kvenhetjurnar sjálfar litu á
framferði frá listrænu sjónarmiði því að þær höfðu mjög óþroskaða vit-
und um siðgæði og alls enga um synd.41
Þótt það sé ofmælt að ekki séu gerðar siðferðiskröfur til frá-
sagnarpersónanna eða þær haft óþroskaða vitund um siðgæði þá
er ljóst að listinni í framkomu þeirra hefur verið allt of lítill
gaumur gefinn þótt hetjuskapur þeirra á dauðastund hafi raunar
orðið mörgum umfjöllunarefni.42 Bandaríski fræðimaðurinn
Richard Bauman hefur einmitt tengt framkomu sögupersóna í
samtímasögum, bæði orðum og verkum, við þá virðingu sem þær
hljóta í augum áheyrendans/lesendans.43 Þetta er vegna þess að
samtíðarsögur rétt eins og Islendingasögur eru samfélagsdrama
þar sem fjallað er um átök ólíkra manna og hópa sem hafa mis-
munandi vilja. I frásögninni sjálfri er spenna milli löggengis at-
burðarásarinnar, örlaganna, og vilja sögupersónanna sem geta að
nokkru leyti ráðið því hvernig þær mæta örlögum sínum. A
dauðastundinni lýtur einstaklingurinn loks í lægra haldi og þá
skiptir máli hvernig hann bregst við.44 Andlát Sturlusona í Is-
41 E.V. Gordon. An Introduction to Old Norse, 2. útg. endursk. A.R. Taylor,
Oxford: Clarendon, 1957 bls. xxxiii. „The Icelandic authors of sagas [...]
showed character dramatically, by synthesis rather than analysis, by exhibiting
conduct. [...] the basis of the valuation is not moral, but aesthetic. In no other
literature is there such a sense of the beauty of human conduct; indeed, the au-
thors of Icelandic prose [...] do not seem to have cared for beauty in anything
else than conduct and character. The heroes and heroines themselves had the
aesthetic view of conduct; it was their chief guide, for they had a very unde-
veloped conception of morality, and none at all of sin.“
42 Sjá m.a. Theodore M. Andersson. The Icelandic Family Saga, bls. 62-64.
43 Richard Bauman, „Performance and Honor in 13th-Cenury Iceland", Journal
of American Folklore 99(1986): 131—50.
44 Sbr. Edwin Muir. The Structure of the Novel, New York: Harbinger, s.a., bls.
40-61.