Skírnir - 01.04.2009, Blaðsíða 208
206
ÚLFAR BRAGASON
SKÍRNIR
hafði orðið sá fyrirburður út í Fjótum að það æpti í Tungufjalli
„mikit stóróp, ok var hrinr illr á eftir“ (479). Það gerðist einnig á
Flugumýri um sumarið að nær allir menn tóku sjúkleika nema
Gissur, Hallur og Gróa húsfreyja. En sjúkleiki þessi er greinilega
skoðaður sem undanfari stórviðburða.
Þá er sagt frá för Halls með Sturlu vestur í Sælingsdalstungu til
að festa sér Ingibjörgu. Þar bjó Jóreiður Hallsdóttir, móðurmóðir
Ingibjargar, og er þess getið að hún hafi lagt henni til í heiman-
fylgju landið í Sælingsdal fyrir þrjá tigu hundraða og tíu hundruð
að auki en Sturla hafi fengið henni sex tigu hundraða. Ingibjörgu
er þess vegna ekki í kot vísað þótt hún hafi ekki sjálf verið spurð
hvernig henni litist á ráðahaginn. Hún var aðeins þrettán ára
gömul.47 Þótt festarfólkið hafi farið saman vestur á Staðarhól til
Sturlu og verið saman þar í viku ber brúðkaup þeirra brátt að og
allskostar óvíst að þau hafi nokkuð þekkst áður enda Hallur tals-
vert eldri. Það boðar heldur ekki gott að brúðkaupið á að standa
undir vetur en haustið er tími harmleiksins.48
I 168. kafla er sagt frá því að Þuríðr, kona Eyjólfs og óskilget-
in dóttir Sturlu Sighvatssonar, eggjar hann til andstöðu við Gissur
með því að frýja honum:
Þat er sagt eitthvert sinn um sumarit, helgan dag, at menn sátu úti þar á
Möðruvöllum í góðu veðri, Eyjólfur bóndi og fylgðarmenn hans ok
Þuríðr húsfreyja. Þau Ófeigr ok Vigdís Gíslsdóttir [móðir Þuríðar] váru
þar þá heimamenn með Eyjólfi.
Þá mælti Eyjólfr í gamni til Vigdísar: „Hvat myndi honum Gizuri til
ganga, er hann vildi eigi byggð þína í Skagafirði?“
Vigdís varð fá um.
Þá svarar Þuríðr, dóttir hennar: „Því at Gizuri,“ segir hon, „þótti hver
herkerling líkligri til at hefna föður míns, Sturlu, en þú. Sér hann þat, at
þér er litr einn gefinn.“
Eyjólfr svarar engu ok var rauðr sem dreyri (481).
Helgi dagsins og skemmtun sumarsins er rofin með herhvöt Þur-
íðar, svipað og þegar Hildigunnur Starkaðardóttir hvetur Flosa,
47 Sjá Jenny Jochens. Women in Old Norse Society, Ithaca: Cornell U.P. 1995, bls.
52-54.
48 Frye. Anatomy of Criticism, bls. 206-23.