Skírnir - 01.04.2009, Síða 210
208
ÚLFAR BRAGASON
SKÍRNIR
Nú veittu þeir Eyjólfr atsókn harða í skálanum. Tókst nú harðr bardagi
ok snörp atganga, því at viðnámit varð it drengiligsta. Þeir börðust lengi
nætr ok höfðu svá harðan atgang, at því er þeir menn hafa sagt, er þar
váru, at eldr þótti af hrjóta, er vápnin mættust. Ok svá sagði Þorsteinn
Guðmundarson síðan, at hann kvaðst þess hvergi komit hafa, at menn
hefði jafnfrækiliga varizt. Ok allir hafa vörn þá ágætt, er varð á Flugu-
mýri, bæði vinir ok óvinir. (488)
Hér er hvergi undan dregið að heimamenn hafi í raun veitt drengi-
legt og frækilegt viðnám og jafnvel einn brennumanna kallaður til
vitnis um það persónulega. Enda fór það svo að árásarmennirnir
töldu vænlegast að sækja að Gissuri og sonum hans með eldi þegar
enn lifði nokkuð nætur þar sem þeir óttuðust liðsafnað Gissuri til
styrktar.
Þegar húsin taka að loga segir sagan:
Þá kom þar til Gróu [Álfsdóttur] í anddyrit Ingibjörg Sturludóttir ok var
í náttserk einum ok berfætt. Hon var þá þrettán vetra gömul ok var bæði
mikil vexti ok skörulig at sjá. Silfrbelti hafði vafizt um fætr henni, er hon
komst ór hvílunni fram, var þar á pungr ok þar í gull hennar mörg, hafði
hon þat þar með sér. Gróa varð fegin henni mjök ok segir, at eitt skyldi
yfir þær ganga báðar. [...]
Þær Gróa ok Ingibjörg gengu nú út at durunum. Gróa bað Ingibjörgu
útgöngu. Þat heyrði Kolbeinn grön, frændi hennar, ok bað hana út ganga
til sín. Hon kvaðst eigi þat vilja, nema hon köri mann með sér. Kolbeinn
kvað eigi þat mundu. Gróa bað hana út ganga, — „en ek verð at leita
sveinsins Þorláks, systursonar míns,“ segir hon. [...]
Þat er sumra manna sögn, at Þorsteinn genja hryndi Gróu inn í eld-
inn, ok þar fannst hon í anddyrinu.
Kolbeinn grön hljóp inn í eldinn eftir Ingibjörgu ok bar hana út til
kirkju. Tóku þá húsin mjök at loga. (490-91)
Hér sýnir sögumaður Ingibjörgu Sturludóttur í anddyri þessara
miklu húsa á Flugumýri, skíðlogandi. Hún er stór vexti og sköru-
leg þrátt fyrir ungan aldur og alvarleika atburðanna. Hann lýsir
klæðleysi hennar og bætir því svo við hvernig silfurbelti, sem á
var pungur hennar þar sem skartgripir hennar voru í, vefst um
fætur henni. Hér rís harmleikurinn hæst — í frásögninni af sam-
skiptum þeirra Gróu, varnarleysi kvennanna sem vilja að eitt