Skírnir - 01.04.2009, Síða 211
SKÍRNIR
FLUGUMÝRARBRENNA
209
gangi yfir þær báðar gegn ómennsku þeirra sem að sækja. En svo
fór þó að Ingibjörgu varð bjargað en í brennunni lést hálfur þriðji
tugur manna, m.a. synir Gissurar og Gróa Alfsdóttir, kona hans,
en Gissurr komst undan sökum kænsku sinnar, Oðni líkur eins
og hann var.
Eftir brennuna segir sagan að Gissur fór að Flugumýri:
Þá var borinn út á skildi Isleifr Gizurarson, ok var hans ekki eftir nema
búkrinn steiktr innan í brynjunni. Þá fundust ok brjóstin af Gróu, ok var
þat borit út á skildi at Gizuri.
Þá mælti Gizurr: „Páll [Kolbeinsson] frændi," segir hann, „hér máttu
nú sjá Isleif, son minn, ok Gróu, konu mína.“
Ok fann Páll, at hann leit frá, ok stökk ór andlitinu sem haglkorn
væri. (494)
Lýsing þessi vitnar um þá samúð sem sagnaritarinn hafði með
Gissuri í hörmungum hans, þá skömm að fara með eldi að fólki og
ósvinnu að ráðast gegn konum. Raunveruleiki atburðanna verður
enn nærgöngulli við það að sögumaður vitnar til sjónar- og heyrn-
arvottar. Brjóst Gróu er tákn lífsmagnsins sem má sín lítils gegn
eyðileggingarhvöt karlmannanna. Þetta tákn fær enn dýpri merk-
ingu ef það er „móðurleysinginn" Sturla Þórðarson sem heldur á
penna en hann var fæddur utan hjónabands og virðist ekki hafa
notið samvista við móður sína lengi.
Skömm sagnaritarans sjálfs yfir því hvað hann hefur leitt yfir
dóttur sína, barnið, skín einnig út úr frásögninni: „Ingibjörgu
bauð til sín eftir brennuna Halldóra, dóttir Snorra Bárðarsonar,
frændkona hennar, er þá bjó í Odda. Fór hon þangat ok förunaut-
ar hennar með henni. Var hon mjök þrekuð, barn at aldri“ (494).
Brennan verður að persónulegu áfalli fyrir hana jafnt og hörmu-
legri ógæfu fyrir samfélagið allt.5!
W.P. Ker áleit einmitt að Sturlunga legði áherslu á hina trag-
ísku undiröldu frásagnarinnar: ,,[H]inum íslenska sorgarleik lauk
ekki með sáttum og það var ekkert þjóðarafl til í allri ringul-
reiðinni sem sáttasemjari eða „bjargvættur samfélagsins“ gæti kallað
51 Sbr. White, „Catastrophe, Communal Memory and Mythic Discourse", bls. 53.