Skírnir - 01.04.2009, Page 215
SKÍRNIR FRJÁLSHYGGJAN, SJÖUNDA PLÁGA ÍSLANDS 213
sé ekki ofmetinn. Það gerir allavega franski fræðimaðurinn Emanuel
Todd sem spáði endalokum Sovétríkjanna fyrir rúmum þrjátíu árum
en spáir nú hruni hins ameríska heimsveldis. Fyrirtækið Enron þótt-
ist eiga ansi miklu meira en það átti í reynd. „Ofmatið" nam 1% af
vergri þjóðarframleiðslu vestanhafs. Arið 2002 spyr Todd hvort
falsanir Enron séu einsdæmi, því ef fjöldi fyrirtækja hagi sér eins,
megi ætla að þjóðarframleiðslan bandaríska sé öllu lægri en opin-
berar tölur segja til um (Todd 2003: 100-101). Nærri má geta hvort
fjármagnskreppan vestanhafs hefur veikt trú Todds á eigin spásagn-
ir. I þriðja lagi hefur hagvöxtur verið minni þar vestra síðan frjáls-
hyggjuvæðingin hófst um 1980 en á ríkis„afskipta“-skeiðinu 1945-
1980. I fjórða lagi sýnir fjöldi rannsókna að meðalkaninn beri nú
minna úr býtum á unna klukkustund en fyrir þrjátíu árum á meðan
hinir ríku hafa orðið miklu ríkari (t.d. Krugman 2007: 126). Skýrslur
OECD sýna að framleiðni á unna klukkustund er álíka mikil í
Bandaríkjunum og Vestur-Evrópuríkjum á borð við Danmörk, en
Bandaríkjamenn vinna miklu meira. Ekki nóg með það, vinnuálag
vestanhafs hefur aukist á undanförnum áratugum, gagnstætt öðrum
vestrænum ríkjum (t.d. Kay 2004: 42). Einnig sýna ýmsar rann-
sóknir að félagslegur hreyfanleiki er orðinn minni í Bandaríkjunum
en í hinum vondu velferðarríkjum (Blanden, Gregg og Machin 2005;
Duncan o.fl. 1997: 257-275; Cawhill og Morton 2008). Hinn
nýbakaði nóbelshafi í hagfræði, Paul Krugman, tekur í sama streng
en vitnar í aðrar rannsóknir en þær sem hér voru nefndar (Krugman
2007b: 249). Nefna má að frjálshyggjuáróðursstofnanirnar Heritage
Foundation og American Enterprise Institution áttu aðild að rann-
sókn Cawhills og Mortons. Því verða þau skötuhjúin seint sökuð
um að ganga erinda vinstrimanna. Ekki verður það heldur borið á
bandarísku þjóðhagsstofnunina (US Census Bureau), en samkvæmt
tölum hennar hafa miðlínutekjur (median income) Bandaríkja-
manna lækkað á síðustu árum. Þær námu 61.000 dölum árið 2000,
um 60.500 árið 2007 (Gaulin 2009: 22).
Sem sagt, Bandaríkin eru ekki lengur land möguleikanna, menn
eiga auðveldara með að komast áfram, „meika“ það, í velferðaríkjun-
um vondu en hinni frjálshyggnu Ameríku. Það þýðir einfaldlega að
einhvers konar stéttakúgun viðgengst í frjálshyggjuparadísinni vest-
urheimsku, sama er uppi á teningnum í hinum frjálshyggjuvæddu