Skírnir - 01.04.2009, Page 232
230
EINAR HREINSSON
SKÍRNIR
Það er sárasjaldan sem þeir höfundar sem fjalla um ísland 19. aldar gera
þessari stéttskiptingu skil. Hugmyndin um að tala um íslenska menningu
í eintölu og íslenskt þjóðfélag sem einsleitt lifir furðulega góðu lífi, en
Kristmundi tekst að leiða allt slíkt hjá sér á áreynslulausan máta. Til að
mynda verður einkennisbúningaduld Gríms, sem lét klæðskerasauma á
sig fjóra einkennisbúninga á sama tíma og fjölskyldan var nánast komin í
gjaldþrot, aðeins fullkomlega eðlileg hegðun embættismanns sem bar per-
sónubundna aðalstign konungs og þurfti því að geta komið til dyranna
tilhlýðilega klæddur.
Það er ákveðin venja hjá sagnfræðingum að eyða tíma í að ræða um
heimildanotkun í verkum sem fjalla um fortíðina. Hér er vissulega ekki
um harðkjarnasagnfræði að ræða hjá Kristmundi og er það kannski eins
gott, því að hjá mér vöknuðu við lesturinn spurningar um hvort verkið
hefði verið slegið leiðindum ef höfundur hefði ekki tekið sér skáldaleyfi
inn á milli og getið í eyðurnar. Sé litið í heimildaskrá sést að bókin er eins
og áður sagði skrifuð á löngum tíma og ef til vill mætti nefna að höfund-
ur hefur ekki alltaf kynnt sér allt það allra nýjasta í fræðunum, en ég held
að það rýri ekki fræðilegt gildi verksins svo neinu nemi. Til þess að fara
ekki yfir um af jákvæðni get ég bent á einn og hálfan heimildafræðilegan
galla við bókina.
Hálfi gallinn, sem er ef til vill alls ekki galli — er sá að ef við lítum á
líf Gríms sem beina línu, hefur Kristmundur fylgt því samviskusamlega
eftir og fer sikk sakk yfir þessa línu, einkum þegar lengra dregur á ævi
Gríms. Þetta á sér fullkomlega eðlilegar skýringar, það er ekki við grös-
ugan garð að eiga hvað varðar heimildir um æsku Gríms og styðst Krist-
mundur til að mynda mikið við ævisögu æskuvinar Gríms, Þórðar Svein-
björnssonar yfirdómara.
En svo þegar fram í sækir og Grímur er farinn utan til náms og ekki síst
þegar hann er orðinn amtmaður norðan og austan, er lesandinn leiddur út
um víðan völl og í alls konar króka og kima amtsins í eltingaleik við sögu-
persónur og atburði. Hér rata inn heilu kaflarnir um almúgafólk og svo
menn eins og Stefán Thorarensen og bróður hans Jón Espólín. Bjarna amt-
manni Thorsteinssyni, Baldvini Einarssyni og Grími Thomsen eru einnig
gerð góð skil. Allt þetta er gert til að fræða lesandann um einstök mál sem
tengdust Grími og embættisfærslu hans. Þetta er galli að því leyti að les-
andinn er stundum kominn æði langt frá aðalpersónu bókanna og maður
er hálft í hvoru farinn að sakna Gríms á köflum. En hér má einnig segja
að bók Kristmundar er ekki aðeins ævisaga Gríms heldur um leið héraðs-
saga Norðurlands, og það gerir hana einstaka að mörgu leyti. Hér er rakin