Skírnir - 01.04.2009, Page 233
SKÍRNIR LIÐSFORINGJANUM BARST STUNDUM BRÉF 231
stóratburðasaga amts eða landshluta en ekki íslands, sýslu eða hrepps.
Þetta er því aðeins hálfgalli á bókinni sem setur hana um leið í flokk með
afar fáum slíkum hér á landi.
Héraðssögur, sögur bæjarfélaga, sveitarfélaga og hreppa er fræðigrein
sem á sér ríkulega hefð hér á landi og slæst hetjulegri baráttu við Islands-
sögur, heildarsögur lands og þjóðar. Það má því skipta ritunarsögu íslands
annaðhvort í hið stóra eða hið smáa. Það heyrir til algerra undantekninga
að reynt sé að fara milliveginn og segja sögu einstakra landshluta. Saga
Kristmundar af Grími amtmanni er ein af fáum undantekningum frá regl-
unni því að um leið og Kristmundur segir sögu amtmannsins segir hann
sögu amtsins á 18. og 19. öld. Þetta er ekki saga Möðruvalla, saga Eyja-
fjarðarsýslu eða Skagafjarðar heldur saga þessa landshluta í heild, án þess
að úr verði íslandssaga í leiðinni. Þetta er um leið saga stjórnkerfisins og
embættismanna í veldi Danakonungs, þess ríkis sem hafði ekkert opinbert
nafn fyrr um það leyti sem Grímur féll frá. Það er í raun furðulegt að eng-
inn sagnfræðingur skuli hafa tekið sér þetta verk fyrir hendur á undan
Kristmundi, í Ijósi þess að að það eru liðnir meir en tveir áratugir síðan
fyrst var bent á að skipta hefði mátt íslandi upp í tvö ólík hagsvæði á 18.
og 19. öld. Nýlegar rannsóknir hafa ennfremur sýnt að sama skipting á
jafn vel við um stjórnsýslu og áhuga miðstjórnarvaldsins á völdum og
áhrifum.
Sé litið til bókar Kristmundar út frá leikreglum harðkjarnasagnfræði
er eins og áður sagði hægt að týna til einn löst á þessu annars skemmti-
lega verki. Kristmundur hefur leitað víða fanga og safnað saman miklu af
heimildum um ævi Gríms og sögu Norðurlands. Heimildarfræðilega séð
er einn aðalkosturinn sá hvað Kristmundur fer víða í heimildaleit og
hversu vel hann teflir heimildunum saman. En sums staðar geta þeir sem
sinnt hafa sögu þessa tímabils fundið gloppur í heimildanotkun sem eru
ekki alltaf skiljanlegar eða fylgja öllu heldur ekki alltaf eftir heimildum
sem hefðu getað skapað aðra atburðarás eða gefið lesendum aðra mynd af
Grími og fortíðinni en gert er í verkinu. Það má svo sem vel vera að
Kristmundur hafi hreinlega valið að gera það ekki.
Sem dæmi um þetta má nefna að Kristmundi verður tíðrætt um mál-
notkun Gríms í embættisfærslum, hvort hann notaði dönsku eða íslensku
og þá á hvaða máta og hvernig. Kristmundur upplýsir lesandann um að
Grímur hafi á fjórða áratug 19. aldar sent þáverandi stiftamtmanni, Tor-
kild Hoppe, bréf á íslensku og hafi fengið bágt fyrir frá stiftamtmanni
sem klagaði hann utan til Kaupmannahafnar fyrir að skrifa ekki á hinu
opinbera máli, dönskunni. Kom meðal annars til tals að reka Grím fyrir