Skírnir - 01.04.2009, Page 236
DAGNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR
Hættulegar smásálir
Einar Kárason:
Ofsi
Mál og menning, 2008.
Á fyrstu hæð í Árnagarði, húsi hugvísindadeildar Háskóla íslands, er
veggspjald þar sem auglýst er stórum stöfum: Sturlunga Einars Kára-
sonar. Þeim bregður ekki við þetta sem las um árið frétt í Morgunblaðinu
þess efnis að Brynhildur Þórarinsdóttir hefði hlotið Norrænu barna-
bókaverðlaunin fyrir „bækurnar Njálu, Eglu og Laxdælu ..." (Morgun-
blaðið, 16. apríl 2007). Ekki er víst að fyrirsagnir sem þessar byggist á
fræðilegum forsendum, en víst er að þær eru til marks um breytta tíma,
enginn kippir sér upp við það lengur hver kallaður er höfundur Njálu eða
Sturlungu — allir vita að sögur fæðast og endurfæðast svo lengi sem þær
eru sagðar og endursagðar. Meginspurningin snýst ekki um hver gerir
það, heldur hvernig það er gert.
Ofsi — söguleg skáldsaga?
Er hægt að kalla Ofsa eftir Einar Kárason sögulega skáldsögu? Hún er
byggð á annarri bók, Islendingasögu Sturlu Þórðarsonar, segir frá aðdrag-
anda Flugumýrarbrennu, níðingsverks sem varð einn af hápunktum í
glórulausu ofbeldi Sturlungaaldar. I öllum aðalatriðum fylgir Einar Sturl-
ungu og fólk hefur heyrst spyrja hvort ekki sé betra að lesa bara frum-
textann, hvort endurgerð Einars sé ekki óþörf og jafnvel skaðleg vegna
þess að hún kunni að draga athygli lesenda frá meistaraverkinu og beina
henni að eftirlíkingunni. Seinni hluti gagnrýninnar hefur blessunarlega
reynst vera bull því að eftir útkomu og sigurför Ofsa hefur Sturlunga allt
í einu selst upp í öllum bókabúðum ef marka má Morgunblaðið og bókin
stöðvast ekki á bókasöfnunum (Morgunblaðið, 20. desember 2008). Það
er sem sagt greinilegt að bók Einars hefur vakið áhuga á Sturlungu en ekki
svæft hann.
Ungverski marxistinn Georg Lukács sagði að ef sögulegar skáldsögur
ættu að ná máli yrði höfundurinn að vera sér meðvitaður um þá sögulegu
Skímir, 183. ár (vor 2009)