Skírnir - 01.04.2009, Síða 239
SKÍRNIR
HÆTTULEGAR SMÁSÁLIR
237
Fœbardeilur
Aðalpersónur bókarinnar eru Eyjólfur Þorsteinsson, kallaður ofsi vegna
geðsveiflna sinna, og Gissur Þorvaldsson, síðar jarl. Gissur er einn af
voldugustu mönnum landins, Eyjólfur nýtur hins vegar hvorki virðingar
sjálfs sín né annarra og alls ekki konu sinnar. Einar Kárason gerir hann að
geðhvarfasjúklingi og flókinni persónu. I þeirri samfélagsgerð sem lýst er
í bókinni fer staða manna eftir tengslum og venslum við höfðingja.
Eyjólfur ofsi er bóndasonur og verður handgenginn Þórði kakala sem
setur hann yfir jarðir sínar í Skagafirði þegar hann sjálfur fer til Noregs
og giftir honum frænku sína, Þuríði Sturludóttur Sighvatssonar. Eyjólfur
rís þannig yfir sitt stand og ræður ekkert við það. Enginn viðurkennir
hann sem höfðingja, enda er hann hvorki borinn til þess né vitur maður.
Allt hans sálarlíf er gegnsýrt af heift, hatri og ofsalegri sjálfsmeðaumkvun
út af völdum og virðingu sem aðrir fá en hann ekki. Kona hans reynir að
segja honum að virðingu ávinni maður sér, en það finnst Eyjólfi vera enn
ein árásin frá henni og talar ekki við hana lengi á eftir.
Allar karlpersónur bókarinnar einkennast af svipuðum pælingum og
stanslausu mati á því hver virði hvern og hver niðurlægi hvern. Eins og
bent hefur verið á í ritdómum einbeitir Einar Kárason sér í Ofsa fremur
að jaðarpersónum í Sturlungu en mönnunum í miðjunni og fyrr eða síðar
finnst þeim öllum að vegið sé að heiðri sínum (Gunnþórunn Guðmunds-
dóttir, www.bokmenntir.is; Gauti Kristmannsson, Víðsjá, 31. október
2008; Soffía Auður Birgisdóttir, Morgunblaðið, 11. nóvember 2008). Páll
Baldvin Baldvinsson, Fréttablaðið, 23. október 2008). Allar konurnar hafa
blendnar tilfinningar til heiðurs karla sinna, en þetta er karl- og feðra-
veldi, „homososial“ kerfi, allt vald er karlanna og ekki ætlast til að rödd
kvenna heyrist á opinberum vettvangi. Eggjunin er örþrifaráð háttsettra
kvenna til að hafa áhrif, hún er alltaf sviðsett og alltaf í vitna viðurvist svo
að ekki sé hægt að þagga hana niður með vel útilátnum barsmíðum.
Gunnar á Hlíðarenda hefur greinilega misskilið þessar reglur.
Sturlungaöld einkenndist af stöðugri valdabaráttu milli höfðingja,
ófriði og fæðardeilum eins og flestir vita. Ekkert framkvæmdavald var í
landinu og engin lögregla. Sá maður sem vildi verja sig og fjölskyldu sína
varð að hafa til að bera hugrekki og sanngirni og njóta ekki síst verndar
þess goða sem hann hafði valið að fylgja. Samband goða og bænda varð
að byggjast á gagnkvæmri virðingu og trausti. Þetta traust er ákaflega illa
farið á sögutíma Ofsa. Innviðir samfélagsbyggingarinnar eru ýmist
hrundir eða laskaðir. Þegar höfðinginn Gissur Þorvaldsson ákveður að