Skírnir - 01.04.2009, Page 240
238
DAGNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR
SKÍRNIR
stilla til friðar er það af því að hann skilur að fæðardeilurnar, sem hann og
Sturlungar hafa komið af stað, eru of dýrkeyptar fyrir alla aðila. I þeim og
því gagnkvæma hefndamynstri sem þær byggjast á er alltaf fólgin stig-
mögnun. Það þarf alltaf að greiða aðeins þyngri högg til að ítreka hver sé
mestur. Að auki geta aldrei allir orðið á eitt sáttir. Þó að voldugustu ætt-
ingjarnir vilji semja um bætur eftir fallinn höfðingja getur verið að minni-
háttar ættingjar hans hafi misst spón úr aski sínum, fái ekkert í staðinn og
kjósi því fremur hefnd og sæmd en sættir. Þeir hafa engu að tapa en allt
að vinna. Þetta er sama ferlið og Kristján Jóhann Jónsson skoðar kafla
fyrir kafla í umfjöllun sinni um Njáls sögu (Kristján Jóhann Jónsson,
Lykillinn að Njálu, 1998). I Ofsa vanmetur Gissur Þorvaldsson smá-
mennin sem halda ófriðarbálinu logandi. Hann segir: „... og hafði að auki
frétt á skotspónum að kannski væri Eyjólfur eitthvað undarlegur, hann
hagaði sér stundum eins og hann væri hugsjúkur, og ég vissi að ég þyrfti
ekki að hafa frekari áhyggjur af honum“ (104).
Hin nýja auðmýkt Gissurar er í raun full af hroka því að það er ekki
í hans valdi að sætta andstæður í þjóðfélaginu. Einn maður getur ekki
snúið við þjóðfélagsástandi — til þess þurfa allir að lúta yfirskipuðu valdi,
konungi eða kirkju, og Heinrekur biskup vill flýta þeirri þróun. Þessi
ofmetnaður blindar Gissur líka fyrir staðbundnu valdajafnvægi Skaga-
fjarðar þar sem hann hlassar sér niður. Einar Kárason lýsir því hvernig
óöryggið gegnsýrir líf fólksins og hvernig krafan um karlmennsku er
jafnframt krafa um hermennsku og heiður. Ef heiður manna er skertur
eiga þeir á hættu að missa allt sitt og deyja samfélaginu. Og hvað er Einar
Kárason að segja við samtíma sinn með þessari bók?
Heiður
Sannlega á skáldsagan Ofsi erindi til okkar tíma þó að efniviður hennar sé
næstum átta hundruð ára gamall. Við sjáum á Islandi okkar daga hvernig
siðlaus valdastétt hefur sest upp með málaliða sína á kotum og bæjum
alþýðunnar, slátrað fé hennar, látið hross sín naga túnin og leitt skömm
yfir saklaust fólk. Við sjáum líka hvernig traust alþýðu manna á valda-
stofnunum hefur hrunið og ekkert yfirskipað, yfirskilvitlegt vald er sam-
þykkt sem samnefnari og trygging fyrir merkingu, heiðarleika og fram-
tíðarsýn.
Ofsi gengur lengra en þetta í leit sinni að rótum vandans. Sagan felur
líka í sér harkalegt uppgjör við karlmennskuhugmyndir sem Einar Kára-
son hefur löngum laðast að og hrokkið frá í senn. Það er ekki laust við að