Skírnir - 01.04.2009, Page 241
SKÍRNIR
HÆTTULEGAR SMÁSÁLIR
239
Eyjólfur ofsi, í samblandi sínu af slægð, grimmd og fáránlegum barna-
skap, minni lesanda á aðra herramenn, einkum Badda í Djöflaeyjunni og
Eyvind í Stormi. En Eyjólfur ofsi skilur sig frá þeim að því leyti að hann
vill meira, hann vill skilyrðislausa ást og viðurkenningu, fyrst og fremst
þeirra sem elska hann ekki, og tilfinningalíf hans er svo skrumskælt að
það er enginn munur á ást og ofbeldi í hans orðabók, annað snýst
áreynslulaust yfir í hitt. Honum er heldur ekki nóg að njóta virðingar í
sínum litla og góða rónahópi — hann vill félagslega viðurkenningu, hann
vill inn í innsta hring valdsins, hann vill „leika við stóru strákana".
Hið félagslega kerfi sem Eyjólfur ofsi er hluti af er karllægt. Það er
lokað en innan þess raða allar tilfinningar og kenndir sér og þó að ástir
karla séu þar stranglega bannaðar byggist kerfið á þeim. Sá sem er hafður
í hæstum heiðri nýtur jafnframt aðdáunar, virðingar og vináttu annarra
karla sem vilja vera í hans liði. Þetta voru og eru engar fréttir og nóg að
horfa á einn fótboltaleik í sjónvarpinu til að sjá þetta í verki. En í því sam-
félagi sem Einar Kárason lýsir í Ofsa, samfélagi þrettándu aldar, er þessi
karllæga valdabygging jafnframt steypustyrktarjárnið í persónuleika og
afkomumöguleikum karlanna og fjölskyldna þeirra. Og það er ekkert
annað kerfi virkt. Þó að Einar sýni hve veikur persónuleiki Eyjólfur ofsi
er í öllu tilliti sýnir hann líka hve hættulegur maður hann er og hve nauð-
synlegt er að skilja það ógnarjafnvægi sem hann er hluti af áður en það er
fordæmt. Lesandi getur ekki annað en hugsað til þeirra talíbana og alka-
ídamanna, sérsveita og hryðjuverkahópa sem skipa heiðrinum ofar mann-
úð og skynsemi, þar er margur Eyjólfur ofsinn. Kannski er vert að enda
þetta spjall á þeirri uppástungu að Ofsi verði tekin upp sem handbók fyrir
diplómata í náinni framtíð: