Skírnir - 01.04.2009, Side 248
246
EINAR FALUR INGÓLFSSON
SKÍRNIR
Á sýningum Guðmundar hefur iðulega mátt sjá formhreinar
ljósmyndir hans af íslenskri náttúru. Hann notar stórar blaðfilmu-
vélar, með filmum sem eru 20x25 cm (8x10 tommur), 12x17,5 cm
(5x7 tommur) eða 10x12 cm (4x5) tommur á stærð, eða þá svo-
kallaðar milliformats-myndavélar (filmustærðir 6x6 eða 6x7 cm).
Hin myndrænu gæði eru mikil, öll smáatriði fá að njóta sín marg-
falt betur en ef minni og hefðbundnari myndavélum er beitt. Ljós-
myndarinn leggur mikla áherslu á að hreinsa myndrammann af
öllu sem á ekki að vera þar og finna hið hárrétta og afgerandi
sjónarhorn, áður en hann lýsir hverja filmu.
Oftar en ekki hefur Guðmundur kosið að vinna í svarthvítu og
útkoman eru formhreinar og allt að því kaldhamraðar myndir, þar
sem náttúran er ekki upphafin eða dramatíseruð, heldur eru form-
rænar eigindir hennar dregnar fram á persónulegan hátt um leið og
einkenni landsins birtast á nánast vísindalegan hátt. I náttúru-
myndum sínum teflir Guðmundur iðulega saman hörðum form-
um og mjúkum — hvössu hraungrýti og snjó, eða háljósaflæði
gegn kyrrum jarðtónum — björt ský yfir hafi eða fjöllum. Má
segja að þessi náttúrusýn sé persónuleg úrvinnsla í anda þeirra
hugmynda hvernig eigi að sýna heiminn í myndum, sem kölluð
var „Ný hlutlægni" (Neue Sachlichkeit), þegar stefnan var mótuð
og skilgreind á árunum milli heimsstyrjaldanna í Þýskalandi. Þar
var byggt á áherslum módernismans um hrein og klár form og að
tilfinningasemi eða huglæg afstaða ætti ekki að skyggja á hið
myndræna — þótt tilfinningar listamannsins til myndefnisins geti
vissulega skipt miklu máli við nálgun hans að öðru leyti.5
Hitt stóra þemað í ljósmyndum Guðmundar, ef svo má segja,
er skráning hans á ásýnd heimaborgarinnar, Reykjavíkur. Á árun-
um 1983 og 1984 tók hann að ljósmynda reglulega í miðborginni,
fyrir sjálfan sig, og í tvö sumur myndaði hann hvert einasta hús í
Kvosinni í tengslum við útgáfustarfsemi Torfusamtakanna.
5 í bókinni Nordiska Landskap - En antologi, sem er níunda bindi í LUCIDA-
seríunni og fjallar um helstu norrænu landslagsljósmyndara samtímans, skrifar
Jan-Erik Lundström að landslagslist Guðmundar sýni „glæsilegt fsland, frá
gegnheilum grafískum formum til klassískra ægifagurra útsýnismynda“ (17).