Skírnir - 01.04.2009, Side 250
248
EINAR FALUR INGÓLFSSON
SKÍRNIR
Þýskalandi — þá neitar Guðmundur því að hann hafi ljósmyndað
á þessu svæði til að skrásetja heimildir.
„Það eina sem ég hef skipulagt á þann hátt er þegar ég myndaði
húsin í Kvosinni. Ef þú ætlar að taka heimildamyndir verðurðu að
gera lista, tökuhandrit, og fara eftir því. Ef maður hefur ekki skýra
hugmynd áður en farið er af stað verður ekkert vit í því. Hefurðu
séð listana hans Roy Strikers? Þeir eru til fyrirmyndar.“7
Haft hefur verið eftir Guðmundi að hann telji hlutverk heim-
ildaljósmyndara vera það að frysta sjónarmið augnabliksins þannig
að aðrir geti skoðað það seinna.8 Mestu máli skipti að búa til
gögnin. Hann sjái hvað hann geti lesið út úr þeim og svo komi ný
kynslóð á eftir honum sem sjái eitthvað allt annað.
Heimildaljósmyndun hefur iðulega verið skilgreind þannig að
ljósmyndarinn taki myndir sem eru hlutlægar og sannar — ósvið-
settar og af raunverum hlutum eða aðstæðum, og birti á meðvitaðan
hátt sýn ljósmyndarans á myndefnið. I myndaröðum Guðmund-
ar birtist einmitt slík sýn á heiminn. Saga í heimildaljósmyndum er
sögð í stökum myndum en hún verður ennþá fyllri þegar fleiri
ljósmyndir koma saman.
Á sýningunni Óðöl og innréttingar voru 11 stórar litmyndir í
röð sem nefndist „Sjoppur“, og sýndu einmitt það, sjoppur í
Reykjavík. Guðmundur hafði tekið myndirnar á stórar blaðfilm-
ur um 1990 og lét þær liggja í salti í tólf, þrettán ár, áður en hann
sýndi myndirnar. Þá voru allar sjoppurnar horfnar eða mikið
breyttar. Um leið og sýningargestir sáu áhrifaríkar og formhrein-
ar myndir úr reykvískum veruleika, myndir þar sem ljósmyndar-
7 Einar Falur Ingólfsson 2002. Roy Striker var stjórnandi hinnar svokölluðu FSA-
stofnunar, Farm Security Administration, í Bandaríkjum á kreppuárunum upp úr
1930, en hlutverk hennar var að berjast gegn fátækt til sveita. Á árunum 1935-1944
var stofnunin með hóp ljósmyndara í þjónustu sinni, en hlutverk þeirra var að
skrásetja aðstæður fólks í strjálbýlinu. Meðal ljósmyndaranna voru sumir kunn-
ustu ljósmyndarar 20. aldar, þar á meðal Walker Evans, Dorothea Lange og
Margaret Bourke-White. Myndir FSA-ljósmyndaranna hafa átt stóran þátt í að
móta ímynd kreppunnar í hugum fólks síðan. Stryker sendi ljósmyndurum sínum
ítarlega „tökulista". Ekki að hann segði þeim hvernig ætti að mynda, heldur hvað
þeir mættu hafa í huga að beina linsum sínum að, svo sem kirkjum, hlöðum, rétt-
arsölum, matreiðslu, svefnaðstöðu og bænastundum fólks. Listinn var langur.
8 Þorsteinn Otti Jónsson 2009: 18.