Skírnir - 01.04.2009, Page 255
SKÍRNIR
GUÐMUNDUR INGÓLFSSON
253
í verkum Guðmundar Ingólfssonar innan borgarmarkanna má
glögglega skynja afstöðu hans til eldri mannvirkja og ummerkja
fyrri tíma. Um leið og hann hefur skráð ásýnd bygginga í mynd-
um sínum, birtist þar núningur eldri tíma og nýrri; hvernig hönn-
un einnar kynslóðar þarf að víkja fyrir því nýja, eða hvernig mis-
gömul verk fá þrifist í sátt og samlyndi. Stundum er írónía í þess-
um myndum, eða ádeila, í önnur skipti aðdáun. Alúðin er alltaf til
staðar og sú tilfinning er sterk að ljósmyndaranum er ekki sama
um það hvernig nærheimur okkar lítur út eða hvernig gengið er
um hann. Sá þáttur er mikilvægur í verkum Guðmundar.
Guðmundur hefur verið í einu aðalhlutverkanna á sviði ís-
lenskrar Ijósmyndunar um langt árabil og hlutverk hans í raun
margþætt. Enginn er jafn vel lesinn eða býr yfir jafn miklum fróð-
leik um ljósmyndun, tæknilegum eða sögulegum; í þann sjóð hafa
kollegar og aðrir óspart leitað. Hann hefur tengt fortíð og nútíð
fyrir mörgum, í sögulegu ljósi, en einnig verklegu. I persónuleg-
um ljósmyndum sínum er Guðmundur sífellt í samræðu við ljós-
myndahefð fyrri tíma, á nútímalegan og meðvitaðan hátt; og í
samræðu við Söguna. Honum auðnast að vísa til og sýna verk
fyrri tíma í núinu og vera um leið gagnrýninn á skapandi hátt á
það sem hann sýnir. Þetta sjáum við vel í nýjustu verkum Guð-
mundar af þeim breytingum sem ásýnd miðborgar Reykjavíkur
tók á meintum góðæristímum í upphafi 21. aldarinnar. Þær ljós-
myndir eru athyglisverðir og í raun einstakir minnisvarðar eftir
hrun bankanna í októbermánuði 2009.
Einar Falur Ingólfsson
Heimildir
Adams, Robert. 1996. Beauty in photography (2. útg.) New York: Aperture.
Arnason, David. 1998. Samhverfur heimahaganna. Heimahagar - Homaplaces,
pARTS Photographic Arts, Minnesota.
Einar Falur Ingólfsson. 2002. Sjoppur dregnar úr salti. Leshók Morgunblaðsins, 9.
febrúar.
Galleri ROM. 2005. ROM Magasin, 1. [Sýningarskrá]. Oslo: Galleri ROM.
Gunnar J. Árnason. 1988. Tveir afbragðs ljósmyndarar. Morgunblaðið, 20. ágúst.
Hanna Guðlaug Guðmundsdóttir. 2002. Sjoppur, Steinert og borgarmörkin —