Strandapósturinn - 01.06.1967, Page 38
fleytt sér og sínum af sjávargagni einu, áður en þorp með fastri
byggð tóku að myndast, en algengt var það ekki.
Aður en búnaðarhættir tóku að breytast, sem ekki var að marki
fyrr en á 2. og jafnvel 3. tug þessarar aldar, var búskapurinn
rekinn með líku sniði og verið hafði um hundruð ára. Fráfærur
voru almennar og sauðaeign nokkur, þar sem beitarsælt var á
vetrum. Tún voru yfirleitt htil og illa ræktuð, en engjahey-
skapur sóttur af kappi, oft langt til fjalls.
Engjafólkið lá við í tjöldum, en heyið var reitt heim jafnóðum
sem votaband. Maturinn var yfirleitt sendur tilbúinn að lieiman,
nema kaffi, það var lagað á engjunum. Lengi var hitað úti á
hlóðum, og þótti ekki gott verk í votviðrum. Þá er eldavélar
gerðust almennar, um og eftir aldamótin, fóru einnig að flytjast
í verzlanir olíuvélar þær, sem nefndar voru „kogarar“, og leið
þá eigi á löngu, að þær komu í engjatjöldin. Alllöngu síðar
komu svo „prímusarnir“ til sögunnar, er engjastúlkunum þótti
hinn mesti fengur að, vegna þess, hve fljótir þeir voru að hita.
Margt var erfitt við engjaheyskapinn, bæði fyrir menn og
skepnur. Votabandið var oft þungt og klárarnir vildu meiðast
undan reiðingunum, sem voru misjafnlega vandaðir að gerð, eJt
hestarnir sveittir undir þeim dag eftir dag. Hlífðarföt fólks voiu
slæm og þoldu ekki mikla úrkomu, en venjulega var unnið
hverju sem viðraði, ef ekki voru aftök.
Vinnutími var frá kl.7 að morgni til kl. 9 að kvöldi, þar sem
tveir tímar gengu frá í matar- og kaffihlé. Oft var heyjað í
blautum brokflóum og mýrasundum inn til dala og heiða, og varð
fólk þá að „vaða í sjálfu sér“ og standa í bleytunni allan daginn
frá morgni til kvölds. Næsta morgun varð svo að fara í allt
hálfblautt, en ávalt var sofið í þurrum sokkum og fötum. Það
voru því mikil viðbrigði og góð, þegar gúmmístígvél tóku að
flytjast í verzlanir, um 1920. Auðvitað voru skinnsokkar al-
þekktir og almennt notaðir haust og vor, áður en gúmmístígvél
komu til, en það þótti óþarfa kveifarskapur af ungu fólki að ganga
í skinnsokkum hásumarið, og var yfirleitt alls ekki gert. Skinn-
sokkamir þurftu líka þrif og hirðusemi, ef þeir áttu ekki að fúna
og verða ónýtir fyrir aldur fram í sumarhitum.
36