Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1967, Page 82

Strandapósturinn - 01.06.1967, Page 82
eftir að venju, en það fór á annan veg. Um nóttina gerir norðan hríð, sem stóð í tvo sólarhringa. Þeir bræður, Bjarni og Guð- björn, fóru heim til sín þegar búið var að leggja vaðina. A þriðja degi búast þeir snemma af stað norður að Asparvík og fara greitt. Þegar þeir eru komnir norður að svokölluðum Klakk, sem er nokkuð innan við Asparvík, sjá þeir í snjónum nýgengin spor eftir þrjú dýr, sem komið hafa norðan að og i'ggja sporin suður og fram ísinn, eru ein mjög stór en hinar brautirnar minni. Þeir telja nú víst að þarna hafi verið birnir á ferð og einn þeirra mun stærstur. Þeir hraða nú ferð sinni sem mest þeir mega heim til Asparvíkur og segja Torfa tíðindin. Telur hann víst að þarna hafi farið hjá stór birna með tvo húna. Torfi var mjög góð skytta og hafði skotið bæði refi og seli. einnig oft fugl til matar. Þeir útbúa sig nú allir til að hyggja að veiðinni, sem í vændum kynni að vera. Þá þekktust ekki aðrar byssur en framhlaðningar, en oft gat mistekizt skot með þeim, ef ekki brann saman, þegar hvellhettan sprakk. Torfi tók nú að hlaða byssu sína og vandaði til eftir því sem föng voru á, lét hann stærstu högl í skotið um 20 að tölu. Bjami hlóð einnig gamla byssu, sem til var á bænum, en Guð- björn var með stóran hákarladrep eða sveðju. Nú er haldið af stað í slóð dýranna, er lá suður frá landinu fram á ísinn. Þeir höfðu ekki farið langt, þegar þeir sjá hvar þau labba eftir ísbreiðunni. Þegar dýrin verða þeirra vör, taka þau á rás á undan þeim, en þeir herða gönguna og hlaupa þar sem slétt er. En ísinn var mjög ósléttur og borgarísjakar á víð og dreif, háir og hrikalegir. Þeir sjá að húnarnir fara heldur að hægja á sér, og dregur nú saman með þeim og dýmnum. Birnan stekkur upp á háan borgarísjaka og húnarnir á eftir. Býst hún til varnar uppi á jakanum, gólar, öskrar og urrar, en hefur vakandi auga með húnunum. Hún réttir upp annan framfótinn, og er öllum ljóst að sá sem yrði þar fyrir höggi þurfti ekki um að binda eftir á. Stundum stendur hún upp á afturfætuma og lætur mjög ófriðlega, en gætir þess að hafa húnana ætíð fyrir aftan sig. 80
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.