Strandapósturinn - 01.06.1972, Page 16
leika á vöruútvegunum og aðflutningum jafnframt því, að gömul
viðskiptasambönd hafa rofnað.
Ibúðar- og verzlunarhús Söludeildarinnar, á fyrmefndu tíma-
bili, var tvílyft timburhús, klætt bárujámi. Það var með kvisti á
suðurhlið, en snéri göflum frá vestri til austurs og stóð á frekar
lágum kjallara, sem eingöngu mun hafa verið til geymslu. í sjálfu
sér er ekki rétt að segja, að húsið væri tvílyft, því að efri hæðin var
í raun og vem rishæð, þó að þess gætti lítt vegna þess hvað portið
var hátt, en þak lítið bratt. Þrátt fyrir það mun hafa verið eitt-
hvert geymslupláss á hanabjálka- eða efsta lofti. Sambyggð við
þetta aðalhús, að norðan oog austanverðu, vom geymslu- eða
vömhús mörg með flötu þaki og hvert við enda annars. Munu
þau öll ekki hafa verið byggð í sama sinn, en mynduðu að lokum
eins konar skeifu eða húsagarð, opinn til suðurs og nokkurn veg-
inn beint upp af Söludeildarbryggjunni. Óveðursnótt eina, í síð-
ari hluta septembermánaðar árið 1931, varð eldur laus í húsum
þessum og bmnnu þau öll til kaldra kola, ásamt vömbirgðum og
innanstokksmunum kaupfélagsstjórans, sem þá var Sigurjón Sig-
urðsson, albróðir Stefáns skálds frá Hvítadal.
Frá því um 1903 og fram á árið 1911 voru engin ný íbúðarhús,
er svo megi kalla, reist í Hólmavíkurkauptúni, en á því ári byggði
Guðjón Brynjólfsson allstórt íbúðar- og verzlunarhús úr stein-
steypu, örskammt fyrir ofan (vestan við) Söludeildarhúsin. Bygg-
ingarefni hússins mun hafa þótt nýlunda nokkur þar um slóðir,
því að mörg hin næstu ár var það kallað bara Steinhúsið, án
frekari skýringar. Og er kannski enn? Þegar til þess er litið, að á
fyrsta áratug aldarinnar vom nýbyggðir mannabústaðir, jafnt í
sveit sem við sjó, yfirleitt jámklædd timburhús, verður nafngift
þessi ósköp eðlileg.
Haustið 1910 lét Guðjón kaupfélagsstjóri Guðlaugsson þilja
einn kaupfélagsskúrinn í hólf og gólf, svo að þar varð björt og
vistleg stofa, nyrzt og vestast í húsakosti félagsins. Ég hygg að það
hafi einkum verið fyrir frumkvæði Guðjóns, að Hrófbergshreppur
tók stofu þessa á leigu með góðum kjömm, og stofnaði þar til
barnaskólahalds veturinn 1910—-1911. Og líklega hefur Sigurgeir
Ásgeirsson, þá skólastjóri á Heydalsá, átt þar einhvem hlut að
14