Strandapósturinn - 01.06.1972, Side 20
Svo hló hann að fyndni sinni. Og þeir, sem skeytið hitti ekki,
brostu í kampinn.
Þá var nú ekki verið að pakka irm vörunni fyrir fólkið. Menn
höfðu slíkt þá með sér, eins og koffort og skrínur, smápoka og
eltiskinnsskjóður, sem venjulega voru hafðar undir kaffi, sykur
og annað, sem verja þurftí vætu.--------Lengi máttum við bíða,
því að marga var að afgreiða í þessari fljótandi verzlun. Þama
voru margir merkisbændur þeirra Strandamanna, eins og Bene-
dikt á Kirkjubóli, Jón á Hellu og Jón á Broddanesi. Magnús
hreppstjóri á Hrófbergi, Eymundur bóndi í Bæ og fleiri merkir
menn“.
(Ath. Það virðist augljóst, að hér misminni greinarhöfund um
aldur sinn, þegar hann fór þessa verzlunarferð. Hafi hann verið á 14.
ári hefur hún verið farin sumarið 1883, eins og fyrr var getið. En hafi
svo verið fær eigi staðizt, að hann hafi séð Jón á Hellu að því sinni,
þar eð Jón dó haustið 1882. Eymundur í Bæ bjó ekki þar árið 1883
heldur á Kleifum á Selströnd, eftir tengdaföður sinn andaðan, Torfa
alþm. Einarsson, er dó 1877. Jón bóndi Magnússon á Broddanesi var
einnig orðinn blindur sumarið 1883, en þrátt fyrir það má þó vera, að
hann hafi enn farið í verzlunarferðir á vorkauptíð. Að þessu athuguðu
finnst mér líklegra, að greinarhöfundur hafi ekki verið á 14. ári í um-
ræddri verzlunarferð, heldur á 13. ári eða jafnvel eitthvað yngri, sem
er þó ef til vill ósennilegra. Hefur þetta þá verið sumarið 1882, hið
svonefnda mislingasumar, eða kannski litlu fyrr. Svona smámisminni í
tímasetningu er auðvitað sízt að undra, þegar rifjaðir eru upp meir en
hálfrar aldar gamlir viðburðir og skipta engu máli, að því er viðkemur
sjálfri lýsingunni á því, sem fyrir augu og eyru bar í fyrrgreindri
verzlunarferð. — J. Hj.).
------„Um síðir kom röðin að okkur og gekk það greiðlega úr
því, því afgreiðslumennimir vom liprir og höfðu líka hitann i
haldinu, áttu ella á hættu að missa viðskiptamenn í hin önnur
skipin. Þegar viðskiptum var lokið, vorum við flutt á land og far-
angur okkar. Þá vom í landi að búa sig heim, margir mætir
bændur úr grenndinni, sem við kvöddum þarna. — — Við gistum
um nóttina á hinu góðkunna heimili á Víðidalsá, hjá Gísla bónda
Jónssyni og konu hans Sigríði Jónsdóttur. — — Daginn eftir
lögðum við á Laxárdalsheiði og fengum gott veður, en löng fannst
okkur heiðin, með þunga lest sem aðeins fór fetið“.
í sambandi við frásögn Guðjóns, hér að framan, af vínneyzhi
18