Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1972, Page 22

Strandapósturinn - 01.06.1972, Page 22
Enda kom brátt að því, sem prestur hafði óttazt, að Jörundur bóndi tók bakfall mikið og steyptist aftur yfir sig á höfuðið niður um lestarlúguna, tveggja til þriggja mannhæða fall. En séra Magnús var við þessu búinn og rétti fram báða arma sína, beina og stífa, sem Jörundur féll á og sakaði hann því ekki. En svo mikill var styrkleiki prests, að hvorki kiknaði hann í knjáliðum né svignuðu armar hans við fall mannsins, sem bæði var mikill vexti og líkamaþungur“. Það er efalaust rétt og í fullu samræmi við það er ég heyrði ungur, sem Pétur fræðimaður Jónsson segir í Strandamannabók sinni, að árið 1895 hafi verið mæld út verzlunarlóð á Hólmavík og Björn Sigurðsson kaupmaður í Skarðsstöð byggt þar timburskúr og byrjað að verzla í honum það sama haust, en selt hvort tveggja, vörulager og skýli árið eftir, R.P. Riis kaupmanni á Borðeyri. Sumarið 1897 lætur svo Riis byggja allstórt verzlunar- og íbúðar- hús, sem ef til vill stendur enn að stofni til. Hvort þá hafa einnig verið byggð svonefnd pakkhús og fiskhús, sem voru sambyggð íbúðar- og verzlunarhúsinu að norðvestan- verðu, er mér ekki kunnugt þó að svo megi vera, eða þá litlu áð- ar. Svokallað „Ishús“ stóð örskammt vestan við íbúðar- og verzl- unarhúsið, en fjós og hlaða með torfveggjum og járnþökum suð- vestan við það. Ishúsið var timburhús og elzti hluti þess (norður endi) geysisterkviðaður, enda mun hann einhvern tíma hafa verið notaður sem snjóírystihús til beitugeymslu, þótt ég minnist þess ekki. A þeim tíma, sem hér um ræðir og þar áður, var allmikil ára- bátaútgerð frá ýmsum stöðum umhverfis fjörðinn, einkum á haustin, en einnig á sumri og vori eftir að fiskur var genginn í flóann. Róið var til fiskjar frá flestum bæjum við utanverðan fjörðinn sunnan megin, allt inn til Hrófár, en aðalstaðimir hygg ég að verið hafi Smáhamrar og Kirkjuból, þar vom og verbúðir aðkomumanna. Að norðanverðu við fjörðinn munu einnig hafa verið stundaðir róðrar vor og haust, frá flestum eða jafnvel öllum bæjum á ytri hluta Selstrandar. Sennilega hefur og eitthvað verið þar af aðkomnum útróðramönnum, því að ég man eftir verbúð 20
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.