Strandapósturinn - 01.06.1972, Qupperneq 22
Enda kom brátt að því, sem prestur hafði óttazt, að Jörundur
bóndi tók bakfall mikið og steyptist aftur yfir sig á höfuðið niður
um lestarlúguna, tveggja til þriggja mannhæða fall. En séra
Magnús var við þessu búinn og rétti fram báða arma sína, beina
og stífa, sem Jörundur féll á og sakaði hann því ekki. En svo
mikill var styrkleiki prests, að hvorki kiknaði hann í knjáliðum né
svignuðu armar hans við fall mannsins, sem bæði var mikill vexti
og líkamaþungur“.
Það er efalaust rétt og í fullu samræmi við það er ég heyrði
ungur, sem Pétur fræðimaður Jónsson segir í Strandamannabók
sinni, að árið 1895 hafi verið mæld út verzlunarlóð á Hólmavík og
Björn Sigurðsson kaupmaður í Skarðsstöð byggt þar timburskúr
og byrjað að verzla í honum það sama haust, en selt hvort tveggja,
vörulager og skýli árið eftir, R.P. Riis kaupmanni á Borðeyri.
Sumarið 1897 lætur svo Riis byggja allstórt verzlunar- og íbúðar-
hús, sem ef til vill stendur enn að stofni til.
Hvort þá hafa einnig verið byggð svonefnd pakkhús og fiskhús,
sem voru sambyggð íbúðar- og verzlunarhúsinu að norðvestan-
verðu, er mér ekki kunnugt þó að svo megi vera, eða þá litlu áð-
ar. Svokallað „Ishús“ stóð örskammt vestan við íbúðar- og verzl-
unarhúsið, en fjós og hlaða með torfveggjum og járnþökum suð-
vestan við það. Ishúsið var timburhús og elzti hluti þess (norður
endi) geysisterkviðaður, enda mun hann einhvern tíma hafa verið
notaður sem snjóírystihús til beitugeymslu, þótt ég minnist þess
ekki.
A þeim tíma, sem hér um ræðir og þar áður, var allmikil ára-
bátaútgerð frá ýmsum stöðum umhverfis fjörðinn, einkum á
haustin, en einnig á sumri og vori eftir að fiskur var genginn í
flóann. Róið var til fiskjar frá flestum bæjum við utanverðan
fjörðinn sunnan megin, allt inn til Hrófár, en aðalstaðimir hygg
ég að verið hafi Smáhamrar og Kirkjuból, þar vom og verbúðir
aðkomumanna. Að norðanverðu við fjörðinn munu einnig hafa
verið stundaðir róðrar vor og haust, frá flestum eða jafnvel öllum
bæjum á ytri hluta Selstrandar. Sennilega hefur og eitthvað verið
þar af aðkomnum útróðramönnum, því að ég man eftir verbúð
20