Strandapósturinn - 01.06.1972, Page 23
í Grímsey og svokallaðri Hellubúð, fyrir innan Hamarinn á
Drangsneá.
Eins og alkunnugt er, var þá eigi um aðra fiskverkun að ræða
en saltfiskverkun. Líklega hefur það aðallega verið Riisverzlun,
sem keypti fiskinn staflasaltaðan og lét svo fullverka hann til út-
flutnings. Einnig má vera, að Söludeildin hafi keypt nokkurt magn
af fiski og látið fullverka hann, þótt ég minnist þess lítt eða ekki.
Aftur á móti man ég fjarska vel eftir stóra fiskþvottakarinu, sunn-
an undir gaflinum á svonefndum Langaskúr, á athafnasvæði Riis-
verzlunar. Syðsti og elzti hluti hans var einmitt skúr sá eða skýli,
sem Björn Sigurðsson lét byggja þar sumarið 1895, til verzlunar-
reksturs síns. A þeim árum, er síðan voru liðin, hafði skúrinn verið
lengdur töluvert til norðurs. Var þá komið íbúðarherbergi í norð-
urendanum, þar sem bjuggu aðkomukonur (úr Reykjavík eða
af Suðurnesjum), sem unnu hjá verzluninni við fiskþvottinn og
fiskþurkunina. Síðar bjó þar um langt árabil, Anna Einarsdóttir
frá Sandnesi.
Á árunum 1906—1911 var óbyggt allt svæðið frá fyrmefndum
skúr og Söludeildarhúsunum norður að sjó, en efst og syðst á eyr-
inni aða Rifinu (Hólmarifinu), eins og það hét áður en farið var
að byggja þar, stóð fyrmefnt íbúðar- og verzlunarhús Riisverzl-
unar og nokkuð stór túnblettur (Riistún), upphaflega girtur með
grjótgarði, vestan við það. Spölkomi norðar var svo hús það, er
Ari Magnússon byggði og frændi hans Hjalti Steingrímsson keypti
vorið 1907, ávallt kallað Símstöðin, því að Hjalti tók að sér gæzlu
símans sumiarið 1908, þegar sími var lagður vestur að Djúpi allt
hl Isafjarðarkaupstaðar. I dálitlum hvammi, innst og efst á
eyrinni, stóð hús Guðmundar læknis Schevings. Fleiri en þessi
fjögur áður nefndu íbúðarhús voru ekki um þetta leyti í kaup-
túninu, var því allstórt autt og óbyggt pláss norðan og neðan
þeirra, enda var það alltaf kallað „Plássið“. Kannski hefur það
nafn þó einkum átt við svæðið framan við Riishúsin, og svo
strandlengjuna þaðan syðst á eyrinni, niður að Söludeildarhús-
unum.
Ég sagði áðan, að norðan og neðan íbúðarhúsanna hefði verið
autt og óbyggt pláss, og er það að vísu rétt, að það var óbyggt,
21