Strandapósturinn - 01.06.1972, Page 28
Eftir það tók að snjóa og gekk á með kuldatíð fram til
áramóta, að undan teknum nokkrum hlákublotum.
Asetningur:
Vegna sáralítils heyfengs var keypt óhemju magn af heyjum
úr öðrum héruðum, eða um fimmti hluti þess heymagns sem til
var á haustnóttum. Víða skorti þó stórlega á að ásetningur væri
í lagi og vantaði að meðaltali 20% upp á að heyforði fullnægði
fóðurþörf þess búfjár sem sett var á vetur. Voru því kjam-
fóðurkaup einnig með allra mesta móti. Bændur fækkuðu þó
margir fénaði veralega.
Sá bústofn sem settur var á vetur var sem hér segir:
Nautgripir 406, sauðfé 21.646 og hross 366.
Vœnleiki dilka og fjöldi sláturfjár:
Tafla I sýnir fjölda sláturfjár og meðalfallþunga dilka á
sláturstöðum í Strandasýslu haustið 1970:
Tafla I:
Fjöldi MeðalfallþuE
Norðurfjörður 3.078 15,28 kg
Hólmavík° 12.444 15,72 —
Óspakseyri 5.217 15,06 —-
Borðeyri 12.866 15,10 —
Samt. og meðalt. 33.605 15,34 kg
°Á Hólmavík er nýrmörinn veginn með föllunum.
Framkvæmdir bænda:
Framkvæmdir bænda drógust mjög saman, vegna harðnandi
árferðis. Einu þættimir sem aukning var í voru endurræktun
hinna kölnu túna og grænfóðurrækt, en hún hefur verið helzta
bjargráðið undanfarin grasleysisár.
Nýrækt árið 1970 var 41,83 ha.
Önnur ræktun þ. e. endurrækt og frumrækt var 115,17 ha.
Túngirðingar voru 17,72 km.
Byggingar þ.e. áburðargeymslur og hlöður voru um 58 m •
Súgþurrkunarkerfi voru engin.
26