Strandapósturinn - 01.06.1972, Page 36
fleti. Ætlunin er að reka húsið framvegis sem sumarveitingahús
og hafa þar á boðstólum heita rétti og allar algengustu ferða-
mannavörur.
Endurbyggð var skilarétt á Kirkjubóli í Tungusveit, en gamla
réttin var ónýt orðin. Réttin var nú byggð úr fúavörðu timbri og
tekur 1800—2000 fjár.
Unnið var að endurbótum á frystihúsi Kaupfélags Stein-
grímsfjarðar á Hólmavík. Byggt var nýtt hús yfir kaffistofu starfs-
fólks og snyrtiherbergi og fiskmóttaka var endurbætt. Þá voru
keyptar tvær rækjupillunarvélar af danskri gerð.
Unnið var áfram að endurbótum á vatnsveitu Hólmavíkur.
Lokið var byggingu endurvarpsstöðvar fyrir sjónvarp og sjón-
varpsmastur reist við Skeljavík, skammt frá Hólmavík. Endurvarp-
ar stöðin geisla frá sjónvarpsstöðinni við Blönduós.
Unnið var áfram að endurbótum á húsi Bama- og unglinga-
skólans á Hólmavík.
Unnið var áfram að byggingu heimavistarbamaskólans á Klúku
í Bjamarfirði. Þeirri byggingu má nú heita lokið. Aðeins er eftir
að mála húsið utan og ganga frá frá lóð.
Talsvert var unnið að vegagerð á árinu. Byggður var nýr
vegarkafli á Ennishálsi 1,5 km að lengd. Þá var lagður nýr
vegur 2,1 km að lengd frá Hrófárvaðli að Víðidalsá og 1,4 km
langur kafli á Kaldrananesmelum. Ýtt var upp 1,0 km löngum
vegi á Tröllatunguheiði og er það upphaf að uppbyggingu vegar
á þeirri leið. Gerð vom ræsi og lagfæringar gerðar á vegarslóða
sem verið hefur yfir Steingrímsfjarðarheiði. Er sú leið nú fær
fyrir jeppabifreiðar.
Ýtt var upp 0,8 km 'löngum vegarkafla í Krossárdal. Lagður var
0,7 km langur vegur að Skriðnesenni. Unnið var í vegum fram
í Víkurdal 1 Bæjarhreppi, að Gröf í Bitm og að Staðarkirkju.
Undirbyggður var vegur að Fitjum í Vatnadal. Byggð var brú á
Eyrará í Ingólfsfirði.
Skemmdir á vegum urðu óvenju miklar vorið 1971. Mest var
unnið að viðhaldi á vegarkaflanum frá Borðeyri að Krossá í Bitru
og í Ámeshreppi aðallega á Urðahlíð í Norðurfirði, þar sem
unnið var að sprengingum.
34