Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1972, Side 55

Strandapósturinn - 01.06.1972, Side 55
borið grjót á sigið, þar sem það hvíldi á veggsetanum og myndaði það mikinn þunga, sem bæði flýtti fyrir að heyið sigi og þéttist og eins að varna foki. Það var mjög mikilsvert atriði, að heyið sigi sem bezt, því ef gert var upp fyrir hey sem var illa sigið, þá mátti búast við að torfið búlkaði og snjór kæmist á milli heys og torfs þegar heyið hélt áfram að lækka, en torfuendamir tóku til jarðar. Þegar hey var tyrft, var það gert þannig, að byrjað var á lægri enda heysins og torfið lagt á báðar hliðar þess, hver torfa var snið- skorin á röndunum þannig að á annari rönd hennar var sniðið að ofan, en á hinni að neðan, fyrsta torfan var kölluð endatorfa og var lögð þannig, að röndin, sem sniðið vísaði upp, sneri frá enda heysins, næsta torfa var lögð þannig, að sniðið að neðan lagðist á snið hinnar að ofan. Þetta var kallað að láta torfið skarast. Þegar búið var að leggja endatorfumar og næstu torfur fyrir ofan, var miðtorfan sett á endann, náði hún yfir hrygginn á heyinu, niður á endann á báðum hliðartorfunum og tengdi þær saman. Þessi torfa var kölluð „miðmætingur“. Þegar svo þar næstu hliðartorfur vom komnar á heyið, var næsti miðmætingur settur á og þannig var haldið áfram þar til komið var upp á koll á heyinu. Þá var byrjað að tyrfa frá hærri enda heysins og tyrft á sama hátt, þar til komið var upp á koll heysins frá þeim enda, þá var samskeytunum lokað með torfu, sem var breiðari en hinar og með sniði að neðan á báðum hliðum, og var hún kölluð kolltorfa eða lokunartorfa. Þessi torfa var oft fyrsta torfa, sem rist var úr flagi, og var þá kölluð „flagbelgur“. Á haustin var gert upp með heyjum, eða gert upp fyrir heyin, eftir því sem kallað var. Það var þannig unnið, að torfa var tekin upp á enda og endanum stungið undir þaktorfuna, sem náði vel út fyrir veggsetann og var henni fest með því að stinga þar til gerðum tréhælum í gegn um báða torfuendana og niður í vegg- setann. Hékk þá hliðartorfan föst á tréhælunum, sem voru venju- lega tveir í hverri torfu. Byrjað var við lægri enda heysins og skaraðist þá torfið á sama hátt og þaktorfið. Þegar heyið hækk- aði, náði ein torfa ekki til jarðar og var þá bætt neðan við eftir þörfum og torfið látið ná út á ytri brún á heygarðsveggnum til ör- yggis, svo ekki færi vatn eða snjór á milli heys og veggjar í hey- 53
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.