Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1972, Page 60

Strandapósturinn - 01.06.1972, Page 60
myndar ógnar hávaða og læti. Stórir flokkar af fugli eru á sífelldu flugi að og frá bjarginu. Allt er það í fæðuöflun, því mikillar fæðu og matfanga þarf þcssi bjargbúskapur með. En svo líður að miðnætti, og þá breytir allmikið um. Þá dettur allt í dúna'ogn. Það er sem detti bylur af húsi. Fuglinn heldur heim í sillur og geira bjargsins. Þar sezt hann hlið við hlið og mvndar röð við röð eftir því, sem rúm frekast leyfir. Nokkrir einstaklingar, sem mest er geldfugl, verða eftir á sjónum í nánd við bjargið. Þar hnipra þeir sig saman og láta fara svo lítið fyrir sér sem þeir geta, eða svo finnst manni a.m.k. Þannig láta þeir berast með öldunni. Þeir eru að hvílast og sofa. Það verður alger kvrrð. Þessi kyrrð í lognblíðri vornóttinni er svo mikil, að hver minnsta hreyfing eða hljóð vekur eftirtekt manns og athygli. Sá guli er tregur og vekur manni því ekki mikinn áhuga við færið. Hann þarf líka að hvílast og sofa. Áhuginn beinist því fyrst og fremst að umhverfinu, tign þess og fegurð, töfrum og mildi. Þessa nótt er ekki hægt að sofa. Þó að allt iði í ljósi og litbrigðum með köflurn, þá er sem maður skynji nálægð náttúrunnar í kyrrð- inni. Jörð er að verða algróin, þar sem gróður er. I sillum og skor- um bjargsins eru dökkgrænir blettir og geirar, sem stinga í stúf við dökkt bergið, sem þó er sumstaðar gráhvítt af driti fuglsins. Lengra austur með landinu sér víkur og fjarðarmynni og Geirólfsgnúp bakhjall þessa. Yfir til suðausturs eru svo Drangajökull með sínar jökultungur til fjarðanna að norðanverðu og Kaldalóns að sunnan. Stundum er sem bjarg og land sé í loga, eða á það slær allskonar litbrigðum. Þetta ljósbrot kemur fyrst og fremst fram eftir því hvemig alda fellur eða skyggir fyrir sól, þegar hún er við og nálægt haffleti. Hér myndast því miklar andstæður. Land er á aðra hönd með hamravegg, jökulhettu og hrikaleik, um flest aðaleinkenni. Á hina hönd er svo lognslétt haf svo langt sem séð verður. Nokkur undir- alda vaggar bátnum hægt og mjúklega og skammt frá fer okkar elzta „Esja“. Hún er á leið til smáhafnanna við Húnaflóa og Norð- urland. Við þessa næturtöfra stenzt ekkert listaverk samanburð. Og 58
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.