Strandapósturinn - 01.06.1972, Qupperneq 60
myndar ógnar hávaða og læti. Stórir flokkar af fugli eru á sífelldu
flugi að og frá bjarginu. Allt er það í fæðuöflun, því mikillar fæðu
og matfanga þarf þcssi bjargbúskapur með.
En svo líður að miðnætti, og þá breytir allmikið um. Þá dettur
allt í dúna'ogn. Það er sem detti bylur af húsi. Fuglinn heldur heim
í sillur og geira bjargsins. Þar sezt hann hlið við hlið og mvndar
röð við röð eftir því, sem rúm frekast leyfir. Nokkrir einstaklingar,
sem mest er geldfugl, verða eftir á sjónum í nánd við bjargið. Þar
hnipra þeir sig saman og láta fara svo lítið fyrir sér sem þeir geta,
eða svo finnst manni a.m.k. Þannig láta þeir berast með öldunni.
Þeir eru að hvílast og sofa.
Það verður alger kvrrð. Þessi kyrrð í lognblíðri vornóttinni er
svo mikil, að hver minnsta hreyfing eða hljóð vekur eftirtekt
manns og athygli.
Sá guli er tregur og vekur manni því ekki mikinn áhuga við
færið. Hann þarf líka að hvílast og sofa. Áhuginn beinist því fyrst
og fremst að umhverfinu, tign þess og fegurð, töfrum og mildi.
Þessa nótt er ekki hægt að sofa. Þó að allt iði í ljósi og litbrigðum
með köflurn, þá er sem maður skynji nálægð náttúrunnar í kyrrð-
inni. Jörð er að verða algróin, þar sem gróður er. I sillum og skor-
um bjargsins eru dökkgrænir blettir og geirar, sem stinga í stúf við
dökkt bergið, sem þó er sumstaðar gráhvítt af driti fuglsins. Lengra
austur með landinu sér víkur og fjarðarmynni og Geirólfsgnúp
bakhjall þessa. Yfir til suðausturs eru svo Drangajökull með sínar
jökultungur til fjarðanna að norðanverðu og Kaldalóns að sunnan.
Stundum er sem bjarg og land sé í loga, eða á það slær allskonar
litbrigðum. Þetta ljósbrot kemur fyrst og fremst fram eftir því
hvemig alda fellur eða skyggir fyrir sól, þegar hún er við og nálægt
haffleti.
Hér myndast því miklar andstæður. Land er á aðra hönd með
hamravegg, jökulhettu og hrikaleik, um flest aðaleinkenni. Á hina
hönd er svo lognslétt haf svo langt sem séð verður. Nokkur undir-
alda vaggar bátnum hægt og mjúklega og skammt frá fer okkar
elzta „Esja“. Hún er á leið til smáhafnanna við Húnaflóa og Norð-
urland. Við þessa næturtöfra stenzt ekkert listaverk samanburð. Og
58