Strandapósturinn - 01.06.1972, Síða 70
var enn í kjöri og einnig Ingimundur bóndi Magnússon í Snartar-
tungu. Meðmælendur Guðjóns voru Björn bóndi Halldórsson á
Smáhömrum og Eymundur hreppstjóri Guðbrandsson í Bæ á Sel-
strönd, en meðmælandi Ingimundar var séra Amór Árnason prest-
ur að Felli.
Kosning féll þannig, að Guðjón hlaut 45 atkvæði, en Ingimund-
ur 19.
Enn var haldinn kjörfundur að Broddanesi 2. júní 1902 og
vom nú í framboði Guðjón Guðlaugsson og Jósef bóndi Jónsson
á Melum í Hrútafirði. Meðmælendur Guðjóns voru Bjöm hrepp-
stjóri Halldórsson á Smáhömmm og Guðmundur Scheving héraðs-
læknir. En áður en kjörfundur hófst dró Jósef framboð sitt aftur.
Var Guðjón kjörinn með 56 atkvæðum.
Árið 1903 var kjörfundur haldinn að Heydalsá í Kirkjubóls-
hreppi til að kjósa alþingismann fyrir Strandasýslu skv. stjómar-
skrárákvæðum, þar sem stjórnarskrárbreyting lá fyrir Alþingi.
I kjöri vom Guðjón Guðlaugsson og Jósef Jónsson á Melum.
Meðmælendur Guðjóns vom Bjöm á Smáhömmm og Gísli bóndi
Sigurðsson í Hlíð í Fellshreppi, en meðmælendur Jósefs voru séra
Arnór og Guðmundur bóndi Pétursson í Ofeigsfirði.
Guðjón Guðlaugsson var ekki mættur til kjörfundar vegna óveð-
urs, en hafði í bréfi til oddvita kjörstjórnar tilkynnt að hann gæfi
kost á sér til framboðs. Leiddi þetta til orðahnippinga milli oddvita
og séra Amórs.
Á fundinum voru mættir 49 kjósendur og var Guðjón kosinn
með 29 atkvæðum, en Jósef hlaut 20 atkvæði.
Til gamans birti ég hér kafla úr bréfi Guðjóns til sýslumanns.
„Ég hefi fengið áskorun úr þremur hreppum sýslunnar frá flest-
um kjósendum. Mun ég því gefa kost á mér til þingmennsku,
með því sá var ekki falur, sem ég vildi (Hannes Hafstein) og
hafði tekið að sér þingmennsku héraðsins. Og með því ég vil taka
fyllsta tillit til óska minna fvrri kjósenda, þá mun ég verða í kjön
ef Guð lofar á kjörfundinum 6. júní, þrátt fyrir það þó ég megi
ekki ýmsra anna vegna fara að heiman. Meðmælendur vel ég þeg-
ar á fundinn kemur.“
Með nýjum lögum um alþingiskosningar 1906, skyldi hverju
68