Strandapósturinn - 01.06.1972, Page 71
kjördæmi skipt í kjördeildir, einkurn miðað við hreppa, hinum
stærri skyldi skipt í fleiri kjördeildir. Kjörstjórn var í hverri kjör-
deild og yfirkjörstjóri í hverri sýslu. Kosning skyldi leynileg. Fram-
bjóðendur til alþingis skyldu senda framboð sitt til yfirkjörstjórnar
á ákveðnum tíma fyrir kjördag. Kjördagur skyldi hinn sami um
allt land. Þessi ákvæði tjeðra laga eru enn í gildi.
Fyrsti kjördagur eftir framangreindum lögum til alþingiskosn-
inga var 8. sept. 1908. I Strandasýslu voru þá í framboði Guðjón
Guðlaugsson alþingismaður og Ari Jónsson (síðar Arnalds) lög-
fræðingur. Kosningar þessar mörkuðust að verulegu leyti af skoð-
unum frambjóðenda og kjósenda á frumvarpinu til sambandslaga
Danmerkur og Islands — Uppkastinu svonefnda.
Ari var landvarnarmaður, en Guðjón fylgismaður frumvarps-
ins. Kosningabaráttan var hörð hér á Ströndum. Urðu úrslit þau
að Ari Jónsson var kosinn þingmaður með rúmum 90 atkvæðum,
en Guðjón hlaut um 80 atkvæði.
Almennar þingkosningar fóru fram 11. apríl 1911 og voru í
kjöri í Strandasýslu Ari Jónsson Arnalds og Guðjón Guðlaugsson
kaupfélagsstjóri, Urðu úrslit þau, að Guðjón náði kosningu með
nokkrum atkvæðamun. Voru þá veður mjög válynd í flokki hinna
skeleggu Landvarnarmanna og annarra andstæðinga Uppkastsins
frá 1908.
I maí 1914 fóru fram almennar kosningar til Alþingis. Þá voru
í kjöri í Strandasýslu Guðjón Guðlaugsson og Magnús Pétursson
héraðslæknir í Fíólmavík, sem náði kosningu.
Með stjórnskipunarlögunum 19. júní 1915 urðu þær breytingar,
að í stað konungskjörinna þingmanna koma nú sex þingmenn
landskjörnir með hlutfallskosningum. Fóru kosningar fram 1915
°g hafði Fteimastjórnarflokkurinn lista í framboði og og er þetta
fyrsta listakosning til Alþingis. Þrír efstu menn listans voru Hannes
Hafstein fyrrv. ráðh., Guðmundur Björnsson landlæknir og Guð-
jón Guðlaugsson fyrrv. alþingismaður. Listinn fékk 1930 atkvæði
°g þessa þrjá efstu menn kosna.
I október 1915 fara fram kosningar í kjördæmunum. I Stranda-
sýslu er Magnús Pétursson endurkosinn. Mun enginn hafa verið
69