Strandapósturinn - 01.06.1972, Síða 81
lesa um hlut hans í gagnrýni á Uppkastinu 1908, sem eigi var
rýr.
Ari var góður ræðumaður, skýr og prúður í fasi, enda kurteis
og háttprúður í allri framkomu. Hann var bjartur yfirlitum og
vörpulegur á velli. Hann lézt í Reykjavík 14. apríl 1957.
Magnús Pétursson héraðslœknir var fæddur 16. maí 1881 á
Gunnsteinsstöðum í Langadal. Foreldrar hans voru Pétur bóndi
Pétursson síðar kaupm. á Blönduósi og k. h. Anna Magnúsdóttir
bónda í Holti í Svínadal Magnússonar.
Magnús varð stúdent 1904 og cand. med. í Reykjavík 1909.
Hann starfaði í sjúkrahúsum erlendis 1909—1910, en var settur
héraðslæknir í Strandasýslu 1909 og skipaður 1910 og gegndi því
embætti til 1922. Hann var skipaður bæjarlæknir í Reykjavík
1922 og varð héraðslæknir í Reykjavík er bæjariæknisembættið var
lagt niður 1932. Hann var læknir við heilsuverndarstöð Líknar
frá 1926, í læknaráði frá stofnun þess 1942, í bankaráði íslands-
banka 1914—17, formaður Læknafélags íslands um langt árabil.
Þingmaður Strandamanna var hann 1914 til 1923. Fyrri kona
hans var Þorbjörg Sighvatsdóttir bankastjóra Bjamasonar og síð-
ari kona Guðný Guðlaugsdóttir bæjarfógeta Guðmundssonar.
Magnús Pétursson var mjög vinsæll af héraðsbúum, læknir góð-
Or, ferðamaður með afbrigðum, röskur og áræðinn, og auk þess
fljótur til er hann var kvaddur til sjúklinga.
Á sínum fyrstu árum hér var fyrir hans atbeina byggt sjúkra-
skýli við læknisbústaðinn í Hólmavík, er gat tekið 4 sjúklinga. Víð-
sýni, karlmennska og framsýni Magnúsar kom fram í virkum at-
höfnum almennra mála, því var hann af sínum flokksmönnum
hjörinn til forystu. Gáfur hans og persóna veittu honum brautar-
gengi. Hann var vel máli farinn, málrómur viðfeldinn, og kenndi
stundum góðlátlegrar glettni í orðræðum hans, sem brugðið gat
hl biturra, hnitmiðaðra og sárra skeyta, því að hann var mjög
geðríkur og þá óvæginn. Magnús lézt 8. júní 1959 í Reykjavík.
Tryggvi Þórhallsson forsœtisráðherra var fæddur 9. febr. 1889