Strandapósturinn - 01.06.1972, Page 96
Frá því Matarfellið liggur við Kambinn að norðanverðu og allt
norður fyrir Hnjúka. (þ.e. Stóra- og Litlahnjúk). Oft er líka
lögð lína fram eftir, þegar Kjörvogsmúla ber í hjalla á Kjörvogs
hlíð og er þá byrjað þegar Hörsvík kemur fram undan Eyjafjalli.
Þarna var oft fiskisælt á vorin.
Matarfellsbrún.
Matarfellsbrún er kallað þegar Matarfellið liggur við Kjörvogs-
múla og Eyjahyma kemur fram undan Kaldbakshomi. Þar er ál-
skora er liggur fram í flóaálinn. Sé haldið í norðaustur, grynnir
töluvert.
(Matarfell er sama fjall og Búrfell. Það var gömul trú að ekki
mætti nefna Búr á sjó, því þá kæmi Búrhveli og grönduðu bátn-
um, þess vegna er það aldagömul hefð, að kalla þetta fell, sem
er upp úr Reykjarfirði, Matarfell er verið er á sjó, en Búrfell þegar
verið er í landi).
Múlar.
Múlar eru þegar Kjörvogsmúli og Kjósarkleifar bera saman og
þegar Eyjahyrna kemur fram undan Kaldbakshomi. Þar má
leggja línu upp á grynninguna eins og hverjum sýnist. Það þykir
til dæmis ágætt að leggja línu upp á gmnnið þar til Kolbeins-
víkurspeni er genginn fram í skriður fram yfir Svansgjá í Kald-
bakshorni.
Hyrnur.
Hymur eru, þegar Reykjaneshymu ber í Finnbogastaðahymu
og Eyjahyma kemur fram undan Kaldbakshomi. Það er gamalt
og frægt hákarlamið, en lítið kveður að því sem fiskimiði að öðru
leyti.
Munaðarnesfjall.
Munaðamesfjall heitir fiskimiðið, þegar fjallið upp af Munaðar-
nesi kemur fram undan Fellshlíðinni að norðan. Þar er bezta
fiskislóðin þegar Speninn í Kolbeinsvík er genginn fram í Svans-
gjá í Kaldbakshomi, eða jafnvel upp á Flomið í kverk. Það er
94