Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1972, Side 104

Strandapósturinn - 01.06.1972, Side 104
Árið 1914 hætti Eymundur búskap í Bæ og seldi Guðmundi Guðmundssyni sjómanni á Drangsnesi jörðina fyrir 4000 kr.. Vakti það mikla furðu að tómthúsmaður skyldi geta borgað svo mikla peninga þá, þegar varla sást króna í umferð. Skýringin á því var sú, að Guðmundur var búinn að vera formaður á áraskipi vestur í Bolungavík og afla vel, og var sá fiskur greiddur í peningum. Svo reri hann frá Drangsnesi á sumrum og á haustin, verkaði fiskinn sjálfur vorið eftir, vaskaði hann og þurrkaði og seldi svo Riisverzlun á Hólmavík fiskinn. Faktorinn hét Jón Finnsson, dugnaðarmaður sem hafði mikinn áhuga fyrir útgerð og fiskveiðum við Steingrímsfjörð. Eftir að Guðmundur var orðinn eigandi að hálfri jörðinni Bæ byrjaði hann strax að hafa refi í Grímsey. Var hann búinn að ala refi í húsi á Drangsnesi nokkur ár áður en hann flutti að Bæ, en það gekk ekki vel. Skinnin voru Ijót og seldust fyrir lágt verð. Hann lét nú um 50 yrðlinga í Grímsey 1914, en þeim fjölgaði fljótt og flestar munu tófumar í Grímsey hafa verið 1926, en þá voru þær 270. Þá vom yrðlingar keyptir hvar sem til þeirra náðist, jafn- vel austan af Fljótsdalshéraði. Komu þeir með skipi, því um önnur samgöngutæki var ekki að ræða þá. Talsvert rekstrarfé þurfti til að kaupa mikið af yrðlingum, en það fékkst í Útvegsbankanum. Þá var þar bankastjóri Jón Ólafsson, duglegur ágætismaður. Þeir vom kunnugir hann og Guðmundur í Bæ, höfðu kynnzt á Isafirði. Þá var Jón þar skipstjóri á fiskiskipi. Fleiri áttu refi í Grímsey en Guðmundur í Bæ. Það vom þeir Jón P. Jónsson á Drangsnesi og Guðmundur Magnússon vitavörð- ur tengdasonur Guðmundar í Bæ. Þeir vom báðir góðar skyttur og voru oftast með að skjóta refina fram til 1930. Eins var Guð- mundur Ragnar, nú bóndi í Bæ, oftast með eftir 1920 og þangað til að hætt var að hafa tófur þar um 1938. Skinnin vora þá í mjög lágu verði og var þá hætt að kaupa yrðlinga og þar með var búinn þessi þáttur í atvinnusögu heimilisins. Það voru mikil áraskipti að því hvemig gekk að ná tófunum. Einu sinni tók það aðeins þrja daga að ná þeim öllum, en lengstan tíma tók það þrjá mánuði, og var þá ekki búið að vinna allar fyrr en í marzlok. 102
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.