Strandapósturinn - 01.06.1972, Blaðsíða 114
dyr vera á húsinu, sitt hvoru megin. Grípur hann þá skyndilegur
ótti, því að hann gerði sér ekki grein fyrir hvorar þeirra væru hinar
réttu. I fátinu, sem á hann kom, varð honum það að ráði að
fleygja niður hneppinu þar sem hann stóð, þrífa fyrmefndan stein
af syllunni og kasta honum af afli í þær dymar, sem hann hugði
fremur að væru villudyr, en stökk sjálfur út um hinar og hélt síðan
heimleiðis.
Er Bjami kom út á Kotið morguninn eftir, sá hann strax og
þekkti glögglega steininn, sem hann henti í villudymar kvöldið
áður. Þar lá hann á grundinni skammt frá húsinu þeim megin,
sem engar dyr voru, og virtist því hafa farið beint í gegnum heilan
moldarvegginn. Var honum nú horfin öll hræðsla, hirti stein og lét
á sama stað og fyrr.
Síðar þann sama dag kom Eymundur, húsbóndi Bjarna, út á
beitarhúsið að líta eftir heyjum og annari umgengni. Þá vissi
Bjami hvers kyns var, það mundi hafa verið draugurinn Bessi,
sem glettist við hann kvöldið fyrir. Talið var að Bessi fylgdi allri
Kollafjarðarnesætt, en Guðbjörg kona Eymundar, var sonardóttir
Einars dannebrogsmanns á Kollafjarðamesi sem ættin er talin
frá.
Aths.: Eg hygg að það, sem hér er kallað Kot og enn er e.t.v.
svo nefnt, þótt risin séu þar beitarhús á ný, bæði stærri og í öðmm
stíl en hin fyrri, séu hinir fornu Göngustaðir eða Köngustaðir, eins
og þeir eru nefndir í Jarðabók A.M. og P. V., frá árinu 1706. Þar
segir svo: „I landinu á einum stað em kallaðir Köngustaðir. Menn
ætla þar hafi einhvern tíma í gamla daga verið hjábýli, því þar
sést nokkuð til tófta en ekkert til girðinga. Enginn veit þar um
neitt skjallegt.
En fyrir 10 ámm byggði flakkandi maður nokkur þar upp hús
og var þar ekki fullt ár. Hafði af séra Áma einn fiskibát um haust-
ið, sem lítt varð að gagni. Flosnaði upp um veturinn. Síðan hefur
þar aldrei byggð eða verstaða verið og ekki heldur áður það menn
til muna. Kann ómögulegt að byggjast og ekki heldur verstaða að
vera vegna slæmrar lendingar“. Ath. Mig minnir, að fyrir réttum
60 árum, þegar ég átti heima í Bæ á Selströnd, að þá væm kallaðir
112