Strandapósturinn - 01.06.1972, Page 122
að setja vélina niður, og þegar því er lokið, fer hann inn að Hróf-
bergi með Magnús, og slæst ég í förina með þeim. Gengur nú
allt vel og eins til Hólmavíkur aftur.
Daginn eftir hitti ég Björn, og er þá logn og blíða á Stein-
grímsfirði. Spyr hann mig þá hvort við ættum ekki að fara út
á fjörð og prófa trillubátinn. Eg var strax til í það. Vélin er nú
sett í gang, en hana varð að hita upp með mótorlampa, því að
þetta var glóðarhaus. Allt gekk nú þetta að óskum og við keyrum
af stað út á fjörð, en skammt var farið þegar vélin stoppar. En
hvað er nú að? Nú voru báðir „Jónar jafnir“. Hvað á nú að
gjöra?
Við tökum nú toppstykkið af vélinni, og sjáum við þá, að allt
er fullt af sóti. Hreinsum við þetta í burtu og þá segi ég við
Bjöm, að hér vanti smurningu. Ekki var hann trúaður á það og
segir, að hún hljóti að fá smurningu einhvers staðar frá. Vorum
við svo að glíma við þetta allan daginn og nóttina, og að síðustu
urðum við að róa í land, því aldrei komst vélin í gang. Var svo
símað til vélamanns, sem var í nágrenninu, og kom þá í ljós,
eftir að hann hafði skoðað vélina, að verksmiðjugalli var á henni,
þannig að ekki var hægt að smyrja hana.
Að sjálfsögðu var gert grín að þessu ferðalagi í fyrstu, en það
hætti fljótt eftir að menn sáu hvaða léttir var að hafa vélar í
bátunum. Það skal tekið fram, að þetta var fyrsta vélin, sem sett
var í róðrarbát, að minnsta kosti sunnan Steingrímsfjarðar.
Eg held ég láti svo aðra sögu fljóta með af okkur Birni:
Það var einn sumarmorgun í blíðskaparveðri, að við sáum það,
að sjórinn var allur svartur og glitrandi af síld alveg upp í land-
steina. Dettur okkur þá í hug að reyna að ná einhverju í land
af þessu, en tæki til þess voru mjög frumstæð og slík veiði lítt
þekkt. Bindum við nú saman þrjú lagnet og förum svo að reyna
að snurpa síldina, en það gekk miður en vonazt var eftir. Allan
daginn erum við í þessu, og árangurinn varð ekki nema þrjár eða
fjórar tunnur. Ekki smökkuðum við mat meðan á þessu stóð,
enda sagði Bjöm um kvöldið, að slíkt væri bara ávani!
Björn seldi Val norður á Strandir, og veit ég ekki frekar um
hann. Hann mun hafa verið smíðaður um aldamót.