Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1979, Page 124

Strandapósturinn - 01.06.1979, Page 124
Snæfellsáss. Sá sem vill komast í þá gullkistu verður að vera fæddur af sjötugri mey, hafa alist upp á kaplamjólk eingöngu og hafa aldrei hugsað neitt gott. Þessar sagnir hafa eflaust skapast vegna mikillar fátæktar fólksins. Allt annar hugsunarháttur var ríkjandi gagnvart ríkidæmi þá en nú er. Það þótti eðlilegt að örfáir menn væru ríkir en allur almenningur fátækur en auðvit- að átti fólk sinn draum um auð og þar hafa þessar sögur ýtt undir. Þjóðtrúin var þó ekki aðeins bundin við verur og fólgið gull og þess háttar. Margskonar hjátrú fylgdi flestum gerðum manna, t.d. hefur barnshafandi kona varla mátt hreyfa sig ef hún vildi eignast heilbrigt barn, hún mátti ekki drekka úr skörðóttum bolla átti barnið að hafa skarð í vör og eyrun á potti sem hún var að sjóða í mátti ekki snúa fram á gólf þá átti barnið að fá eyra á ennið. Ótal margt annað mátti hún ekki gera bæði sem hún gat ráðið við sjálf og svo það sem hún gat ekki ráðið við eins og t.d. ef maður kom í bæinn með byrðar sínar á bakinu en leysti þær ekki af sér úti fyrir þá átti barnið að verða með kryppu. Þarna kemur þekkingarleysi inn í. Eitthvað hlaut að hafa komið fyrir á með- göngutímanum sem olli þessu og var þá skýringin fundin í hjá- trúnni. Eitt var það sem börnum var bannað og það var að ganga afturábak því að þá áttu þau að ganga móður sína í gröfina. Sennileg skýring á þessu er sú að mæður hafa viljað forðast slys af þessum völdum og þá komið með nógu áhrifaríka viðvörun til þess að þau hættu þessu. Nógu áhrifarík hefur hún verið þar sem hún entist langt fram á þessa öld og man ég vel eftir þessu og þorði aldrei að ganga afturábak. Áður fyrr hikaði fólk ekki við að hræða börn á ólíklegustu hlutum, flestum tilbúnum og er áreið- anlega mörg hjátrúin af þeim toga spunnin. Eg hef nú tekið örfá dæmi úr þjóðtrú okkar Islendinga en hún er svo viðamikil að útilokað er að taka alla hluta hennar í stuttri ritgerð. Skýringar á þessum fyrirbærum geta aldrei orðið annað en tilgátur og hugsanlegar skýringar á hlutunum þar sem úti- lokað er að sanna nokkuð í þessum tilfellum. Ekki er hægt að endurtaka þessi atriði til athugunar. Þetta er allt liðið og kemur 122
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.