Strandapósturinn - 01.06.1991, Síða 24
Gunnarsson og Jón Bjarni Bragason sáu um þjálfun frjálsíþrótta-
manna, og knattspyrnumenn nutu einnig leiðsagnar Steindórs.
Stærsta verkefni HSS á árinu var þátttaka í Vestijarðamóti í
frjálsum íþróttum 16 ára og yngri, en mótið var nú haldið fjórða
árið í röð, að þessu sinni á Bíldudal. Auk Strandamanna kepptu á
rnótinu ungmenni úr Héraðssambandinu Hrafnaflóka (HHF) og
Héraðssambandi Vestur-ísfirðinga (HVÍ). Lið HHF fór enn með
sigur af hólmi, hlaut 333 stig, HSS kom næst með 216 stig og HVÍ
rak lestina með 174 stig. Strandamenn tóku einnig þátt í Is-
landsmótum yngri flokkanna í frjálsum íþróttum.
Ekkert varð úr Fimmunni að þessu sinni, þar sem Dalamenn
treystu sér ekki til að halda mótið.
Eitt Strandamet var sett í fullorðinsflokkum frjálsra íþrótta á
árinu: Vala Friðriksdóttir hljóp 60 m. á 8,7 sek. á innanfélagsmóti
á Hólmavík, og bætti eldra met um 0,1 sek. Hins vegar setti Anna
V. Magnúsdóttir frá Innra-Osi Islandsmet í kúluvarpi í flokki
öldunga 45 ára og eldri, kastaði 10,07 m. Anna er búsett í Garðin-
um, en keppirjafnan undir merkjum HSS. Hún hefur í nokkur ár
verið í fremstu röð í kúluvarpi meðal jafnaldra á Norðurlöndum,
og árið 1990 setti hún íslandsmet í flokki 40 ára og eldri, kastaði
10,21 m.
Kvennalið Strandamanna í knattspyrnu tók þátt í Sillumótinu
ijórða árið í röð. Að þessu sinni var leikin tvöföld umferð heima
og heiman. Lið Strandamanna stóð sig með stakri prýði, en eftir
að hafa unnið 4 leiki og gert 1 jafntefli, tapaði liðið fyrir liði
Vestur-Húnvetninga í síðasta leik mótsins með engu rnarki gegn
einu. Þar með sigraði USVH í mótinu, en HSS hreppti annað
sætið. Alls skoruðu Strandastúlkurnar 12 mörk í keppninni, en
fengu aðeins 4 á sig.
Úrslit í spurningakeppni HSS fóru fram á Hólmavík 16. júní.
Þar kepptu lið frá Umf. Geislanum og Umf. Hvöt. Fór Geislinn
með sigur af hólmi, hlaut 29 stig gegn 20 stigum Hvatar. I sigurliði
Geislans voru þeir Jón Ólafsson, Helgi S. Ólafsson og Maríus
Kárason.
Magnús Ásbjörnsson sigraði á borðtennismóti HSS, sem haldið
var í Sævangi 24. mars. Lið Geislans sigraði á pollamóti HSS í
22