Strandapósturinn - 01.06.1991, Side 51
taka hús á þeim hjónum á heimili þeirra í Borgarnesi og kanna
hvernig þau tækju í þessar ráðagerðir.
Tvo gráa ketti bar þar að garði öðru hvoru s.l. sumar þessara
erinda, og kornu ekki að tómum kofunum í neinum skilningi þess
orðalags. Verður það ekki útlistað frekar, en þeim hjónum færðar
bestu þakkir fyrir einstaklega ljúfmannlegar móttökur og reip-
rennandi frásagnir.
Andrés hefur spjallið:
Ég fór frá Ólafsvík á öðru ári í fóstur að Tröðum í Staðarsveit.
Var reiddur í söðli suður yfir Fróðárheiðina. Ég hafði verið tekinn
af brjósti og grenjaði alla leið eins og griðungur, þangað til komið
var að Ytri-Görðum. Þar var þá kona með barn á brjósti, og gaf
hún mér að drekka líka“.
Andrés er spurður um ástæður fyrir brottflutningnum. „Fá-
tækt. Já ekkert annað“. Ekki meira um það.
„Fósturforeldrar mínir hétu Guðmundur Sigurðsson og Katrín
Jónsdóttir. Ég var hjá þeim til f2 ára aldurs. Þá fyrirfór gamli
maðurinn sér. Það er svona með því verra, sem ég hef gert, að
ganga að honum þar sem hann var. Sennilega hef ég aldrei beðið
þess bætur. Var alla tíð myrkfælinn eftir það. Heimilið var leyst
upp eftir þetta og ég fór að næsta bæ, Staðastað, til séra Jóns
Norðfjörðs Johannessens og var hjá honum til fullorðinsára, bæði
Jrar og á Breiðabólstað á Skógarströnd".
Frá þessum árum eru til óskrásettar, þaðan norður á Strandir
og til baka, nokkrar ferðasögur Andrésar með búfé fyrir séra Jón.
Síðan eru nú liðin tæplega 70 ár, og til garnans og nokkurs
fróðleiks er Andrés beðinn að rifja upp sitthvað frá þessum ferð-
um.
„Árið Í922 fluttist séra Jón frá Staðastað að Stað í Steingríms-
firði. Búfé sitt flutti hann norður, kom kúnum með skipi frá
Búðum, en ekki var um annað að ræða en reka féð landveg. Bílar
voru þá engir, hvað þá bílvegir.
Við fórum þrír með féð, Þórður Þórðarson, ráðsmaður séra
49