Strandapósturinn - 01.06.1991, Síða 53
verðará vöktum saman en Þórður ráðsmaður einn. Frá Gunnars-
stöðum rákum við yfir fjörur að Þorbergsstöðum í Laxárdal og
héldum svo áfrarn og gistum næstu nótt í Hjarðarholti. Þar urðum
við að vaka líka. Svona mjökuðumst við áfram, og komumst næsta
dag að Asgarði. Þar þurftum við ekki að vaka yfir fénu, höfðing-
inn Bjarni Jensson sá um það, og ekkert að gera annað en éta og
sofa, enda þurftum við þess svo sannarlega með eftir alla þessa
göngu og hlaup í kringum 160 lambrollur, sem allar vildu fara
hver í sína áttina, menn geta nú rétt ímyndað sér hvernig það var.
Næsti áfangi var að Stórholti. Þar bjó þá Guðmundur Theó-
dórsson. Við vorum lengi þangað og gekk illa. Það var hestagata
um Svínadalinn. Við gátum ekki rekið féð eftir henni, en einn
okkar var bundinn við hestana, sem urðu að fara götuna, og þess
vegna voru aðeins tveir til að eltast við féð. Við strákarnir a.m.k.
vorum algerlega uppgefnir, þegar þarna var komið, og af hund-
unum er það að segja, að eftir þetta heyrðist ekki bofs í þeim alla
leiðina á enda. Þeir dröttuðust á eftir með lafandi skott algerlega
gagnslausir, og lá við að hjálpa þyrfti þeim yflr árnar.
Við komum við í Bessatungu. Þar bjó þá Stefán frá Hvítadal.
Við fengum kaffi hjá honum. Ekki vissi ég þá, að hann væri skáld,
en hitt vissi ég, að hann var hestamaður góður. Seinna tamdi hann
hesta fyrir séraJón. Hann hefur sjálfsagt kynnst honum á ferðum
sínum á þessum slóðum. Hann var búinn að fara þarna um áður.
Þau hjónin og dæturnar voru t.d. farin ríðandi á undan okkur
norður.
Frá Stórholti héldum við að Kleifum í Gilsfirði. Ólafsdalshlíðin
var ákaflega leiðinleg yfirferðar og erfitt að reka féð urn hana. Við
vorum voðalega lengi að Kleifum og fórum ekki lengra þann
daginn. Stefán á Kleifum lét okkur vera með féð á ákveðnum stað,
vildi ekki láta það fara á engjarnar. Um kl. 4 um nóttina var féð
orðið órólegt, svo að við rákum það af stað frá Kleifum. Stutt er
þaðan að næsta bæ, Brekku í Gilsfirði, þar bjó Jón Theódórsson
og vöktum við hann upp. Víða fengum við hjálp og fylgd áleiðis,
þar sem við gistum og alls staðar nóg að borða, þó höfðum við
nesti meðferðis. Ekki var síst hjálpin, sem við fengum á Brekku.
Jón kom með tvær eða þrjár stúlkur með sér og ráku þau með
51