Strandapósturinn - 01.06.1991, Blaðsíða 55
ljúgi engu, þó að ég segi að við værum allir af okkur gengnir í
lokin, og hefðum því átt að vera fegnir ferðalokunum.
En þá tók nú ekki betra við fyrir mér. Nú átti ég að passa
rollurnar og sitja hjá, því að séra Jón lét færa frá. Hjásetan var það
aumasta verk, sem ég hef gert á ævinni, en því þurfti ég að una
fram að engjaslætti. Engjarnar voru langt í burtu. Ekki var hægt
að fara nerna 3 ferðir á dag og vegur var hábölvaður. Ein af
dætrum prests átti að fara á milli, en rnissti kjarkinn. Var ég þá
sóttur og látinn taka við milliferðunum. Skelfing var ég þá feginn,
það segi ég satt.
Ég var heimilismaður á Stað hjá séra Jóni eitt ár. Þá fór hann
aftur suður, nú að Breiðabólstað á Skógarströnd. það var vorið
1923.
Þá fór ég aðra langferð fyrir séra Jón, nú frá Stað suður að
Breiðabólstað. Með mér fór Guðmundur Ingimundarson, sem
seinna átti heima á Hólmavík og var til húsa hjá mér. Erindið var
að fara með 5 beljur, kálf og einn klár, sem bar aðallega mél fyrir
beljurnar. Við vorum gangandi. Þegar við vorum að leggja af stað
suður, lieyrði ég prestsfrúna segja, að lnin viti ekki hvað hún geti
gert við hænuungana sína, 8 talsins. Ég segi þá sem svo, hvort við
ættum ekki að reyna að taka þá nreð okkur. Það varð útfallið, að
við gerðum það. Við drápum hænuna og setturn ungana í trédall,
ull undir þá og ofan á og létum dallinn ofan í milli á Grána gamla,
hestinn, sem við vorum með. Við hugsuðum vel um ungana,
hleyptum Jjeim alltaf út, {>ar sem stoppað var. Alltaf vildu Jreir
sofa í dallinum um nætur. Unganir vöktu alls staðar athygli, Jrar
sem við liittum fólk. Allir létu vel að þeim og vildu gefa þeirn að
éta. Á Brunná voru þeir t.d. teknir inn í stofu og konan gaf Jreim
grjón og fleira góðgæti. Allir komust ungarnir lifandi á leiðar-
enda.
Ekki fórum við sömu leið og með kindurnar áður. Við reyndum
að gista ]>ar sem við fengum góða töðu fyrir beljurnar. Fyrsti
áfangi var á Víðidalsá, síðan Hvalsá eða Heydalsá. I Steinadal
vorurn við heilan dag um kyrrt. Þá var kálfurinn orðinn svo
sárfættur, að við vorum orðnir í vandræðum með hann. Bjarni
Oddsson, söðlasmiður, bjó ]>á á Ljúfustöðum, næsta bæ við Steina-
53