Strandapósturinn - 01.06.1991, Blaðsíða 56
dal. Hann smíðaði fyrir okkur skó á kálfinn, sem dugðu vel. Mjög
gott var að gista í Steinadal.
Beljurnar fengum við mjólkaðar á bæjunum, þar sem við gist-
um, en eina þeirra, Búru, urðum við alltaf að mjólka sjálfir um
miðjan dag. Mjólkina gáfum við kálfinum og Grána gamla eins og
þeir gátu torgað. Gráni stóð líka við töðustallinn með kúnum og
sleikti í sig mél eins og þær. Við þetta sældarlíf og vægan ferða-
hraða fór hann nú að letjast. Þegar komið var suður í Dali tók
hann upp á því að greikka sporið öðru hverju og skunda góðan
spöl á undan okkur. Svo lagði hann sig í götuna og lét líða úr sér,
þangað til hópurinn náði honum.
Frá Steinadal fórum við að Kleifum, síðan að Hvítadal, Asgarði
og Þorbergsstöðum, þar fórum við fjörur, eins og með féð áður.
Þetta eru ekki langar dagleiðir, við fórum afskaplega hægt alla
leið. Alls staðar fengum við hinar bestu móttökur. Gaman var að
gista í Hvítadal, Torfi Sigurðsson, bóndi þar, bróðir Stefáns
skálds, var svo skemmtilegur maður. Hann fylgdi okkur langt
suður á dal, var þó engin sérstök þörf fyrir fylgd með beljurnar,
nei, nei, bara til að spjalla.
Nú vorum við að koma á Skógarströndina. Síðasti bær, sem við
gistum á var Hólmlátur. Ferðin hafði gengið vel. Kýrnar voru í
sömu nyt, þegar þær komu suður og þegar þær fóru að norðan, og
ég held að Gráni gamli hafi fitnað á ferðalaginu. Ætli við höfum
ekki verið 8—10 daga á leiðinni.
Ekki voru nú öll ferðalög búin. Um haustið fórum við ríðandi
norður að Stað, ég, Þórður ráðsmaður Þórðarson og þriðji maður,
nafn hans er gleymt. Erindið var að smala fé séra Jóns á Stað og
koma því suður. I þetta sinn var féð færra. Séra Jón hafði fargað
sumu, selt t.d. öll hrútlömbin. Þegar suður kom, gekk illa að
hemja þessar kindur. Sumar sóttu norður aftur, t.d. komu 5 ær í
Kirkjubólsrétt í Tungusveit haustið eftir. Aðrar fóru suður að
Staðastað, voru ættaðar þaðan. Flestar voru reknar suður í Borg-
arnes og skornar þar. Hestarnir, sem við komum á frá Stað, tóku
ekki niður á Breiðabólstað, skelltu sér suður fyrir fjall beinustu
leið að Staðastað.
Eg fór til sjós fyrir tvítugt, á 52 tonna skútu, sem Fanney hét.
54