Strandapósturinn - 01.06.1991, Blaðsíða 62
Svo var Geir seldur og þú hættir þar. Var það þá samvinnuút-
gerðin næst, Gulltoppur og Gloría?
„Ég var alveg um ár á Gloríu en aldrei á Gulltoppi. Það þætti
löng útivist núna, sem ég mátti búa við þá. Ég fór af stað fyrstu
dagana íjanúar, kom heirn 14. maí og fór aftur 10. júní. Það var
ekki mikill tími til athafna heima. Það fiskaðist aldrei mikið á þessi
skip. Jú, Palli (Páll Þorláksson) fiskaði oft vel á síldinni.“
Talið berst að bræðrum Andrésar. Axel var lengi á Hólmavík,
til húsa hjá Andrési. Hann var ekki smiður en lagtækur vel. Hann
vann rnikið við byggingu húss bæðranna Guðmundar og Gústafs
(Borgabraut 4), oft langtímum saman einn við uppslátt. Axel
fluttist til Reykjavíkur og á þar heima.
Gísli bjó á Þriðriksvöllum 1947-53, en þá varð hann að hætta
vegna þess að með tilkomu Þverárvirkjunar varð jörðin óbyggileg.
Andrés hafði keypt Þiðriksvellina handa Gísla og telur, að hann
hefði feginn viljað búa þar áfram. „Já, já, hann stórgræddi þar,
lenti þó í niðurskurðinum 1951. Hann kom vestan frá Brekku í
Langadal. Frá Þiðriksvöllum fór hann að Bakka í Hnífsdal. Seinna
keypti hann hús niðri í þorpinu“.
Nú fer að líða að því, að Andrés hætti á sjónum. Sjálfur átti hann
2 báta á Hólmavík, trillubátinn Þráin og lítinn árabát áður. „Já,
árabát, sem hét líka Guðrún, kölluð Gunna. Ég fiskaði rnikið á
þann bát í stórhlaupunum í víkinni kringum 1938. Axel var með
mér og eitthvað kom nú hún Kristín nálægt línubeitingunni. Við
beittum í skúr á Riis-planinu, en stundum þegar mikil frost voru,
var nú beitt í gamla símaklefanum heima. Ég reri stundum 3svar
sama daginn. Jónatan (Benediktsson) var þá kaupfélagsstjóri.
Hann lét sína menn gera að fiskinum, svo að ég þurfti ekkert um
hann að hugsa, bara kasta honum upp úr bátnum“. „Hvers konar
umhyggja var það, þú hlýtur að hafa skuldað einhver ósköp í
kaupfélaginu?" Kristín hlær hressilega að þessari athugasemd.
„Abyggilega", segir hún svo, en ógerlegt er að greina, hvers konar
hugrenningar gera vart við sig hjá henni, eða hvort hún veit
eitthvað misjafnt upp á sig eða aðra frá þessurn tíma. En Andrés
tekur við: „Jónatan lokaði aldrei á mig, en Guðbrandur Magnús-
son einu sinni út af lítilræði. Ég kom heirn um haust af síldveiðum,
60