Strandapósturinn - 01.06.1991, Qupperneq 63
held ég. Kristín hafði haft úttekt í kaupfélaginu fyrir heimilið á
meðan, sem átti að borgast af sumarkaupinu. Menn höfðu þetta
svona. En við áttum beljur og Kristín hafði brugði sér suður í
Saurbæ og keypt handa þeirn 2 bíla af töðu til vetrarins. Ut af því
m.a. fékk kaupfélagið minna af sumarhýru minni en það sætti sig
við, og þá var lokað á mig.
Þráni reri ég ekkert og átti hann stutt. Eg keypti hann vélarlaus-
an, en fékk í hann ágæta Bolindervél hjá Arna Andréssyni, en ekki
gekk báturinn þó rnikið með henni. Vilhjálmur Sigurðsson reri
Þráni eitt haust, og eitthvað var ég með hann í rekaviðarflutning-
um“.
Einhver störf hlýtur Andrés að hafa unnið á Hólmavík rnilli
vertíða? Hann nefnir helst verk með Guðjóni Jónssyni, snikkara,
var með honum bæði við srníði hafskipabryggjunnar og við
kirkjugarðinn. „Ég vann með honum allt vorið og sumarið 1936
við að ramma niður bryggjuna. Áður var ég með Gunnari Guð-
mundssyni á mótorbátnum Betu við að flytja staura í bryggjuna
norðan af Ströndum og víðar að. Eitt sinn munaði ekki miklu, að
illa færi hjá okkur. Við vorum að koma innan frá Skriðinsenni
með 80 staura í eftirdragi, þegar snögglega hvessti af vestri. Við
drógum ekki á móti, og okkur fór að reka út. En Björn yngri á
Smáhömrum hafði nokkru áður kennt mér leiðina fyrir ofan
Þorpaboðann, svo að við komumst í var hjá Smáhömrum. Hvert
tækifæri, sem gafst, var þá gripið til að sækja staura. Við drógum
þá á eftir okkur í flekum".
Það rifjast upp hér, að „Ferjan“, sem svo var kölluð gegndi
miklu hlutverki við bryggjugerðina. Ferjuna er Guðjón snikkari
sagður hafa smíðað í þeim tilgangi einum að flytja á henni fyrstu
dráttarvélina (Fordson), sem kom í héraðið, „Traktorinn". Ferjan
var ákaflega viðamikið skip, sexstrend í lögun, bikuð kolsvört.
Hún var flatbotna og svo þung, að óhugsandi var að hreyfa hana á
þurru landi. Ekki var vél í ferjunni og þurfti bát til að draga hana.
Ein hliðin var á hjörum og var lögð niður, þegar traktornum var
ekið um borð uppi í fjöru og síðan beðið eftir aðfallinu. Verkefni
ferjunnar við bryggjugerðina var það, að í stafni hennar var
hafður rambúkkinn, sem staurarnir voru reknir niður með. Hlut-
61