Strandapósturinn - 01.06.1991, Qupperneq 64
verki traktorsins lauk fyrir mörgum áratugum og nú liggur hann í
járnahrúgu uppi með Kálfanestúni. Ferjan kvað hafa farið eitt-
hvað norður á Strandir og verið notuð þar við malarflutninga,
rnokað upp í hana á þurru á fjörunni og beðið aðfallsins, eins og
fyrr er lýst. Síðan hefur ekkert til ferjunnar spurst. „Já, við kirkju-
garðinn var mikið unnið í sjálfboðavinnu. Grafið var djúpt, niður
fyrir frost, fyrir öllunr stólpum, nreð haka og skóflu, stokkur með
járnum settur í og fylltur nreð steypu. Þetta stendur allt sanran enn
eftir hálfa öld og hallast varla nokkur stólpi. Það var frábærlega
frá þessu gengið, enda er melurinn þurr og þéttur, en hripar þó“.
Meira er rætt unr grafreitinn á Hólmavík. Andrés: „Já, ég ætla að
vera þar“. Kristín: „Þar er frátekið pláss fyrir okkur“. Þið eruð
senr sagt Strandanrenn í anda frekar en t.d. Mýramenn, þó að þið
séuð búin að vera öllu lengur á þeim slóðunr? Andrés: „Ég mundi
ekki láta jarða mig á Mýrununr, frekar vestur á Staðastað, ef ófært
yrði að komast lengra nreð nrig“. Þetta þykir viðnrælendum vænt
um að heyra og hafa orð á því. „Já, já“, segir Kristín, en kemst ekki
að nreð lengra tal, en auðheyrt er, að hún er í þessu efni ekki
ósanrmála bónda sínunr.
Þegar Andrés hætti á sjónunr gerðist hann vélamaður við frysti-
hús kaupfélagsins, með Guðnrundi Sæmundssyni nokkur ár í
kaupfélagsstjóratíð Þorbergs Á. Jónssonar, en venti þá sínu kvæði
í kross og fór að stunda íjárbúskap á parti Tómasar Brandssonar í
Kálfanesi. Ibúðarhúsið þar hafði þá verið rifið, en þau konru þaki
yfir kjallarann og settu þar upp eldavél. Þarna höfðust þau svo við
unr heyskapartínrann og þurftu þá ekki að ganga heinr á kvöldin.
Stundum, ef mikið rigndi, urðu þau þó að fara heinr, því að tæpast
var nú þakið veðurhelt. Farartæki höfðu þau ekkert. Sonurinn
Konráð átti hins vegar skellinöðru og fór á henni allra sinna ferða.
Fyrir konr, að yngri systir hans hengi aftan á. „En hún nrátti það
ekki. Sýslumaður vildi það ekki. Gerðu það ekki svo að ég sjái,
sagði hann. Ekki var hann nú lrarðari en það, blessaður".
Snrátt og smátt þreyttist ég á daglegu plampi nrilli Kálfaness og
Hólnravíkur, 4 km hvora leið. Auk þess var þessi leið ekki með öllu
hættulaus, dálítið villugjarnt á sléttlendinu í vetrarhörkum. Einu
sinni þótti nrér varla fært á milli í heila viku, og ég minntist þess, að
62